Leita í fréttum mbl.is

Nokkur atriði sem ég hef lagt áherslu á.

Á grundvelli einstaklingsfrelsis legg ég höfuðáherslu á lækkun skatta,  lækkun opinberra útgjalda og  opinber afskipti af einstaklingunum verði sem minnst.  Hver einstaklingur á í eins ríkum mæli og unnt er að taka sínar eigin efnahagslegu ákvarðanir og ákveða hvaða lífi hann vill lifa. Ég vil samfélag umburðarlyndis, réttlætis og jafnræðis þar sem borgararnir geta  verið virkir þáttakendur og bera ábyrgð  á sjálfum sér. Jón Magnússon Stefnumótun til framtíðar nóv. 2007 

Auk þess geri ég þá kröfu að verðtrygging á lánum verði felld niður og við búum við gjaldmiðil sem hægt er að treysta í öllum viðskiptumJón Magnússon S.l. 15 ár.Það er andstætt öllum hugmyndum markaðshyggjunnar að maður sem fer í áhættufjárfestingu geti velt áhættunni yfir á annan aðila en sjálfan sig. Það kerfi sem hér hefur verið við lýði varðandi bankanna er ekki markaðshyggja heldur það sem ég hef kallað “velferðarkerfi atvinnuveganna” Jón Magnússon Mars 2009   

Markaðshyggja eða kapítalismi er  í hugum flestra köld og fráhrindandi peningahyggju. Stefnuna tengja margir  þjóðfélagslegri mismunun og fátækt. Staðreyndin er þó sú að með sókn markaðshyggjunnar tókst mannkyninu í fyrsta skipti að vinna sigur á örbirgð og hungri og ná fram meira félagslegu réttlæti en áður hafði þekkst. Mannúðlegamarkaðshyggjan varð til og á rætur  í kristilegum hugmyndum vesturlandabúa.Jón Magnússon blaðagrein Nóv 2007  

Nýja Ísland  þarf að byggja á kostum mannúðlegrar markaðshyggju. Þar sem fólkið fær sem mest frelsi til nýsköpunar og arðsköpunar. Þar sem náttúruauðlindir þessa lands eru nýttar fyrir alla í almannaþágu. Þar sem lánakjör eru með því besta sem þekkist í okkar heimshluta og þar sem við byggjum á réttlátu skattkerfi og víðtæku öryggisneti fyrir þá sem þurfa á aðstoð og hjálp að halda.  Það er engin önnur farsæl leið út úr vandanum.Jón Magnússon útvarpserindi Mars 2009.  

Aðild að Evrópusambandinu eða ekki er spurning um yfirvegað rökrænt  hagsmunamat. Hvað er íslensku þjóðinni fyrir bestu í bráð og lengd?  Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn, aðrir flokkar né einstakir stjórnmálamenn geta eða mega leyfa sér að skorast undan því að ræða eða taka heiðarlega afstöðu á grundvelli almennrar skynsemi hvers og eins þegar um jafn mikilvæga þjóðarhagsmuni er að tefla. Jón Magnússon Úr greininni Almenn skynsemi haust 2008.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Jón.

Ég mun kjósa þig vegna þessa að þú gerir kröfu um að verðtrygging á lánum verði felld niður. Það er ljóst að sá þungi sem þarf til að vinna á móti verðbólgu var afnuminn með verðtryggingunni. Því sumir höfðu hag af henni. Einn helsti vandi okkar núna er sá að vera ekki búnir að afnema hana! Það er mér hulin ráðgáta hvernig menn eins og Gylfi hjá ASÍ geta talað, menn sem eru að berjast fyrir launþega!

Burt með verðtrygginguna.

Er annars eitthvað að marka stjórnmálamenn?

Jóhanna Sigurðardóttir ráðherra (Mbl 2. nóvember 1996) ,,Ísland er eina landið sem verðtryggir skuldir heimilanna. Efnahagsleg rök og sanngirni mæla með því að verðtrygging verði alfarið bönnuð”.

Siggi Helga (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 517
  • Sl. sólarhring: 1374
  • Sl. viku: 6162
  • Frá upphafi: 2276800

Annað

  • Innlit í dag: 488
  • Innlit sl. viku: 5726
  • Gestir í dag: 477
  • IP-tölur í dag: 470

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband