Leita í fréttum mbl.is

Söguleg mistök að utanríkisráðherra Samfylkingarinnar leggi fram umsókn.

Össur Skarphéðinsson afhenti Carl Bildt utanríkisráðherra Svía aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu í dag. Það er vissulega söguleg stund og Össuri fórust þau verk sem þurfti að sinna í því sambandi vel úr hendi enda maðurinn vörpulegur. 

Miðað við stjórnmálasögu Íslands þá eru það söguleg mistök Sjálfstæðisflokksins að það skuli ekki vera utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins sem skuli hafa haft forgöngu um aðildarumsókn og vera mættur fyrir Íslands hönd til að afhenda aðildarumsóknina.

Á sama degi og Össur afhenti aðildarumsóknina að Evrópusambandinu boðuðu nokkrir gamlir kommar og aðrir vinstri menn til fundar í MÍR salnum til að andæfa aðildarumsókninni og höfðu fengið sem framsögumann konu yst á vinstri kanti danskra stjórnmála. Það er vel við hæfi að þeir sem viðhalda arfleifðinni Menningartengsl Íslands og Ráðstjórnarríkjanna, skammstafað MÍR skuli enn á ný berjast gegn samstöðu Íslands við vestrænar þjóðir. Þetta fólk hefur verið á móti öllum fjölþjóðlegum tengslum Íslands síðustu 50 ár. Á móti NATO á móti varnarliðinu á móti Evrópska efnahagssvæðinu, á móti stórvirkjunum og á móti álverum svo nokkuð sé nefnt.

Það er hins vegar nokkuð öfugsnúið þegar nokkrir Sjálfstæðismenn eru komnir í hóp gamalla aðdáenda gömlu Sovétríkjanna og skuli nú hrópa með þeim um landráð og afsal fullveldis þegar leitað er leiða til að vinna til hagsbóta fyrir íslenska þjóð.  Þeir Sjálfstæðismenn sem þannig tala í dag mættu hugleiða að þannig  var hrópað að Bjarna Benediktssyni og Ólafi Thors þegar gengið var frá varnarsamningnum við Bandaríkin. Þannig hrópaði þetta fólk á þá Bjarna Benediktsson og Ólaf Thors þegar samþykkt var á Alþingi að ganga í NATO og þannig hrópaði þetta fólk á Jóhann Hafstein fyrir að semja um álver við Hafnarfjörð svo nokkur dæmi séu nefnd.

Flokkur sem hefur þá arfleifð eins og Sjálfstæðisflokkurinn að hafa verið forustuflokkur fyrir að leita eftir samstarfi við aðrar þjóðir þrátt fyrir andstöðu einstakra hagsmunahópa og öfgafullra vinstri manna er kominn í sérstaka stöðu þegar hann atyrðir þá þingmenn sína sem vilja ekki greiða atkvæði gegn aðildarviðræðum við Evrópusambandið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einhver Ágúst

Já þá sjaldann við erum sammála Jón minn þá langar mig að taka undir orð þín, þú kemur mér skemmtileg á óvart með  þessari sjál(stæðis)rýni þinni.

Þetta eru vissulega undarlegir tímar og flestir eru nú þessir flokkar orðnir hálf ruglaðir einsog þú ættir nú að vita best sjálfur, en þetta kaos sem við upplifum í dag er kannski og vonandi undanfari þessa ð þetta hægri vinstri bull líði undir lok, þannig að menn einsog ég og þú sem kannski í grunninn hafi ólíka lífsýn geti rifist án þess að vera stimplaði fasistar eða kommúnistar, bara menn sem eru ósammála.

Merkilegt er líka að sjá hvernig Þorgerði er slátrað af leigupanna útgerðarinnar fyrir að kjósa eftir sannfæringu sinni(næstum því) þó hún hafi bara staðið hjá af ótta við viðbrögðin, nú höfum við lengi séð ÞK sem spillta lánadrottningu íslands en jafnframt hefur hún alltaf staðið frammi sem hægri krati úr hafnarfirði sem vill inn í ESB í mínum augum allaveganna, skrítið að hún geri eitthvað heiðarlegt og samkvæmt eigin sannfæringu til tilbretyingar og sé hengd út sem svikari þá fyrst.

Eru menn ekki bara að losa sig við óþægilegann stjórnmálamann með vafasamt miljarðarlán?

Einhver Ágúst, 24.7.2009 kl. 10:48

2 identicon

Athyglisverður pistill.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 12:55

3 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sæll Jón. Þessi pistill þinn er því miður sorglega raunsannur. Það er eiginlega spurning hvort maður taki ekki undir með Þorvaldur Gylfasyni sem sagði á Útvarp Sögu í morgun eitthvað á þá leið; að það besta sem Sjálfstæðismenn gætu gert væri að leggja flokkinn niður.

Atli Hermannsson., 24.7.2009 kl. 14:46

4 Smámynd: Jón Magnússon

Hvað ætti þá að koma í staðinn Atli. Ekki sýnast mér úrræðin og aðgerðirnar vera björgulegar hjá vinstri stjórn Steingríms og Jóhönnu.  Grunnstefna Sjálfstæðisflokksins sem byggir á einstaklingsfrelsi og markaðslausnum finnast mér vera mikilvægar ekki síst núna. En markaðslausnirnar verður þá að framkvæma á öllum sviðum ekki bara sumum. Það á t.d. að gera það í sjávarútvegi og setja allar aflaheimildir á uppboð og þjóðin fái hagnaðinn af kvótasölunni svo dæmi sé nefnt.

Jón Magnússon, 24.7.2009 kl. 17:44

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hvaða hvaðaaaa Jón - við skulum skoða málið seinna þegar við höfum rétt úr kútnum - "ég" fer ekki inn í þetta "apparat" bara til að ná í peninga enda var þetta "bákn" ekki stofnað fyrir "þurfalinga" -  ekki nokur ástæða að "skvaldra" um þetta í þessum dúr sem hér er upp lagt með

Jón Snæbjörnsson, 24.7.2009 kl. 21:19

6 identicon

Jón þið ættuð að íhuga þetta sem Þorvaldur sagði. Einu sinni var Sjálfstæðisflokkurinn með stefnu en frjálshyggjan og markaðslausnir hafa nú beðið algjört skipbrot. Nú er eins og nálin í kompás flokksins hringsnúist og lítið gert annað en það að vera á móti öllu sem þessi stjórn er að gera og af því er margt gott. Er þetta ekki svipað og ástandið var og þú minntist á nema með öfugum formerkjum?

Sigurður Ingólfsson (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 22:48

7 Smámynd: Jón Magnússon

Það er ekki rétt Sigurður að markaðslausnir hafi beðið skipbrot.  Ef þú skoðar umræðuna hvort heldur í Evrópu eða Ameríku þá er ekki verið að tala um skipbrot markaðshyggjunnar. Það er verið að ræða um það sama og ég hef haldið fram lengi að við þyrftum að hafa markaðshyggju á grundvelli þeirra gilda sem byggð voru upp af Norðurlöndum og Þýskalandi það sem ég hef kallað mannúðlega markaðshyggju.  Það er ekki frjálshyggja eins og hún er skilgreind af helstu talsmönnum hennar hér enda frjálshyggja og markaðshyggja ekki sömu hugtökin.

Jón Magnússon, 24.7.2009 kl. 23:14

8 Smámynd: Jón Magnússon

Nafni minn Snæbjörnsson þetta bandalag var stofnað til að tryggja frið milli bandalagsríkjanna. Tvinna hagsmuni þeirra svo saman að þau hefðu hagsmuni af því að vera vinir. Báknið hefur heldur betur verið að taka inn veikari þjóðir þó ég vilji ekki kalla þær þurfalinga frekar en okkur t.d. Rúmena og Búlgari. Við stöndum mun betur en þær þjóðir og eiigum miklu betri möguleika.

Jón Magnússon, 24.7.2009 kl. 23:16

9 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ég hef ekki lausn á því hvað koma ætti í staðinn Jón - ef það þyrfti þá eitthvað. En bendi þó á að einn af mínum uppáhalds bloggurum og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar Guðbjörn Guðbjörnsson, hefur nokkrum sinnum minnst á að e.t.v. væri réttast að stofna nýjan hægri flokk um grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins - sem legið hefði ónotuð um langt árabil. Sá flokkur hefði það á stefnuskrá sinni eins og títt er um sambærilega flokka í Evrópu að vera aðili að ESB.

Þá ákveða flestir þingmenn Sjálfstæðisflokksins af einhverjum annarlegum ástæðum að verja sérhagsmunafélagið LÍÚ hvað sem markaðslausnum eða mannréttindabrotum líður. Þetta er ekki boðlegt. Ef þetta væri siðað samfélag sem við byggjum í en ekki rotið  vina- og klíkusamfélag ásamt forréttindastétt  sem hefur meiri óbein völd en mafían á Ítalíu, þá leiddi ég ekki einu sinni hugann að því að gerast aðili að ESB.

Eina rétta leiðin þar sem hagsmunir heildarinnar, fjölskylduvænt og manneskjulegt samfélag er sett í öndvegi er að ganga í ESB. Því meira sem við afsölum okkur af því sem kallað er fullveldi - því vænlegra verður að lifa hér.                  

Atli Hermannsson., 24.7.2009 kl. 23:44

10 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

kann ágætlega við þig Jón - talar nokkuð hreint út og gerir ekki mannamun - kann vel við svoleiðis fólk

kanski má skoða þetta sem Atli leggur upp með ?

Jón Snæbjörnsson, 27.7.2009 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 982
  • Sl. sólarhring: 1319
  • Sl. viku: 6627
  • Frá upphafi: 2277265

Annað

  • Innlit í dag: 921
  • Innlit sl. viku: 6159
  • Gestir í dag: 872
  • IP-tölur í dag: 848

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband