Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2008

Obama sigurvegari.

Loksins hefur Obama tryggt sér nćgjanlega marga kjörmenn til ađ ná tilnefningu Demókrataflokksins sem forsetaefni skv upplýsingum helstu fréttamiđla vestra.  Obama verđur fyrsti hörundsdökki mađurinn sem verđur ţá í frambođi fyrir einn af stóru flokkunum vestra.

Nú er ađ sjá hvort ađ kjósendur í Bandaríkjunum láta ţađ skipta máli hvađa húđlit Obama hefur eđa ekki.  Ég hef fylgst međ forkosningum Demókrata. Mér hefur komiđ á óvart hvađ fordómarnir hafa veriđ litlir gagnvart Obama í ţeim kosningum. Satt ađ segja bjóst ég viđ meiri fordómum gagnvart honum vegna litarháttar hans.

Barack Obama er athygliverđur stjórnmálamađur hann hefur sýnt ţađ í kosningabaráttunni ađ hann kveikir von í brjósti fólks og talar á jákvćđan hátt um vandamálin. Ţađ verđur gaman ađ fylgjast međ viđureign hans og John Mc Cain. John Mc. Cain er athygliverđur og góđur stjórnmálamađur en hann geldur ţess vafalaust ađ George W. Bush hefur veriđ mistök sem forseti. Ţess vegna eru líkur á ađ Obama verđi nćsti forseti, en ţađ er enn nokkuđ í land.

Spurning er hvort Obama er ekki einmitt ţađ forsetaefni sem ađ á bestu möguleika á ađ endurvinna traust til Bandaríkjanna í ţeim hlutum heimsins sem Bandaríkin hafa gjörsamlega tapađ trausti í forsetatíđ George W. Bush.


Er eitthvađ sérstakt ađ gerast?

Ţađ er athyglivert ađ krónan skuli veikjast svona mikiđ. Evran er nú komin í um 120 krónur en fór niđur í 113 krónur fyrir nokkru síđan.  Ţađ er ekkis svo ýkja langt síđan hćgt var ađ fá eina Evru fyrir 80 krónur. Ţetta mikla gengisfall verđur ţrátt fyrir ađ viđ séum međ Evrópumet í háum stýrivöxtum.

Áframhaldandi flökt á krónunni kemur til međ ađ valda atvinnulífinu miklum erfiđleikum.  Sjálfstćđur gjaldmiđill í minnsta myntkerfi í heimi kostar okkur mikla peninga. Er ţađ ţess virđi ađ halda ţessum glćfraleik áfram?

Viđ Frjálslynd bentum á ţađ í kosningabaráttunni og höfum á stefnuskrá okkar ađ tengja myntina viđ gegniskörfu međ vikmörkum til ađ tryggja aukinn stöđugleika.  Ţađ kann ađ vera enn betra ađ tengjast stóru myntkerfi eins og Evrusvćđinu ţar sem meginhluti viđskipta okkar er viđ Evrusvćđiđ. Ég hef bent á ađ viđ gćtum reynt ađ semja viđ danska seđlabankann um ađ tengjast dönsku krónunni međ vikmörkum en međ ţví vćrum viđ sjálfkrafa komin í Evrutengingu. Spurning er hvort Danir mundu samţykkja ţađ. En ţađ sakar aldrei ađ banka upp á til ađ skođa máliđ.

Viđ höfum ekki efni á ađ borga marga milljarđa á ári í herkostnađ viđ ađ halda sjálfstćđum gjaldmiđli sem er ofurseldur vogunarsjóđum og spekúlöntum. Íslenskir neytendur og íslenskt atvinnulíf á betra skiliđ. Eins og stađan er í dag ţá ţjónar íslenska krónan međ ţeim fimleikaađferđum sem henni tengjast eingöngu hagsmunum ákveđinna stjórnenda í efnahagsmálum til ađ breiđa yfir alvarleg hagstjórnarmistök liđinna ára.


mbl.is Krónan veikist um 1,80%
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Merkur ritstjóri lćtur af störfum.

Styrmir Gunnarsson er tvímćlalaust einn merkasti ritstjóri og blađamađur sem viđ höfum átt. Hann hefiđ getađ haslađ sér völl međ öđrum hćtti í pólitíkinni hefđi hann kosiđ ţađ og orđiđ einn af helstu forustumönnum Sjálfstćđisflokksins á Alţingi og líklega í ríkisstjórn. Styrmir Gunnarsson kaus hins vegar ađ heyja sína pólitísku baráttu sem ritstjóri Morgunblađsins. Hann hefur vafalaust séđ ađ hann var mun áhrifameiri í íslenskum stjórnmálum međ ţeim hćtti en međ ţví ađ láta af ristjórastörfum og setjast á Alţingi.

Ţađ er raunar nokkur nýlunda ađ tveir síđustu ritstjórar Morgunblađsins ţeir Matthías Johanessen og Styrmir Gunnarsson skuli hvorugur hafa setiđ á ţingi eđa gćlt svo nokkru nemi viđ ţingmennsku. Fyrirrennarar ţeirra t.d. Eyjólfur Konráđ Jónsson, Sigurđur Bjarnason og ađ ógleymdum Bjarna Benediktssyni hurfu frá ritstjórnarstörfum á Morgunblađinu og settust á ţing og mörkuđu hver međ sínum hćtti spor sín í póilitíks síns samtíma.

Ég hef lengi haldiđ ţví fram ađ Styrmir Gunnarsson vćri eini pólitíski áhrifamađurinn í íslenskri blađamennsku  og kemur ţar margt til m.a. yfirburđaţekking á íslenskum ţjóđmálum og stjórnmálamönnum sem ţví miđur virđist vera af ć skornari skammti međal íslenskra blađamanna.

Styrmir hefur alltaf haft ákveđnar skođanir í pólitík og veriđ trúr ţeirri varđstöđu sem hann hefur tekiđ sér hverju sinni.

Viđ Styrmir höfum veriđ samferđarmenn ađ nokkru í íslenskri pólitík. Ég sat í stjórn hjá honum ţegar hann var formađur Heimdallar félags ungra Sjálfstćđismanna og mér fannst ţá og finnst enn ađ Styrmir hafi veriđ góđur formađur Heimdallar og hrinti á ţeim tíma stórvirkjum í gang sem sjást ekki lengur á vettvangi ungra manna í pólitík.  Ég leyfi mér ađ halda ţví fram ađ viđ Styrmir höfum yfirleitt veriđ sammála um stefnuna í ţjóđmálum ţó ađ okkur hafi hins vegar greint verulega á um afstöđu til einstaklinga. Ţađ  varđ til ţess ađ viđ skipuđumst á sínum tíma međ ólíkum hćtti í hópa  innan Sjálfstćđisflokksins međan viđ störfuđum ţar báđir.

Styrmir Gunnarsson hefur öđrum fremur áttađ sig á ţví í hvađa vanda Sjálfstćđisflokkurinn er í dag. Ţađ sést m.a. á skrifum hans undanfarna daga um borgarstjórnarflokk Sjálfstćđisflokksins og margt annađ.

Mér finnst ólíklegt annađ en ađ Styrmir Gunnarsson hasli sér áfram völl á síđum Morgunblađsins og ţađ verđur fróđlegt ađ lesa skrif hans ţegar hann er ekki lengur bundinn af ţeirri byrđi sem ţađ óneitanlega er ađ vera ritstjóri Morgunblađsins.


mbl.is Ritstjóraskipti á Morgunblađinu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 21
  • Sl. sólarhring: 896
  • Sl. viku: 2407
  • Frá upphafi: 2293958

Annađ

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 2188
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband