Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Hjálparhöndin

Ríkisstjórnin rétti út hjálparhendina 4.október s.l. og sagði að nú yrði eitthvað gert fyrir skulduga einstaklinga. En það var ekkert í hendinni. Ríkisstjórnin hafði enga stefnu og vissi ekki hvert átti að halda. Bjargráð Jóhönnu og Steingríms var þá að fá reiknimeistara til að reikna með hvaða hætti mætti rétta fram hjálparhendi til skuldara án þess að nokkuð væri í henni sem máli skipti.

Reiknimeistararnir reiknuðu og komust m.a. að þeirri merkilegu niðurstöðu að það mundi kosta meira en 100 milljarða að lækka skuldir á yfirveðsettum fasteignum niður í 110% verðmæti eignarinnar. Þannig sáu reiknimeistararnir það ljós að væri eign 50 milljón króna virði þá væri það sérstakt bjargráð og hjálp að bjóða eigendum eignarinnar að yfirtaka skuldir á eigninni á kr. 55 milljónir eða 5 milljónir umfram raunvirði eignarinnar. Samt sem áður spáir Seðlabankinn áframhaldandi lækkun fasteignaverðs.

Valdamestu menn landsins lífeyrisfurstarnir komu að bjargráðum ríkisstjórnarinnar með þeim yfirlýsingum að ekki mætti gefa eftir kröfur sem væru innheimtanlegar. Það sögðu lífeyrisfurstarnir að væri aðalatriðið í stöðunni.  Í framhaldi af þessum yfirlýsingum var tilkynnt síðdegis í gær að samkomulag hefði náðst með ríkisstjórninni og lífeyrissjóðunum þá sennilega á grundvelli ofangreindra forsendna.

Nú bíða menn spenntir eftir því að sjá hversu galtóm hjálparhendi ríkisstjórnarinnar verður. Mun velferðar Jóhanna færa fólki þær gleðifregnir í jólamánuðinum að þrælarnir á skuldagaleiðu verðtryggingarinnar fái niðurskrifuð lán sín þannig að þeir sem skulda meira en nemur verði fasteignar þeirra fái eitthvað en hinir sem enn eiga eitthvað í eignunum haldi áfram að borga eins og lítið hafi í skorist.

Datt engum í hug að bakfæra ósiðlega hækkun verðtryggðra lána frá hruni til dagsins í dag. Datt heldur engum í hug að koma á lánakerfi eins og er hjá síðuðum þjóðum.

Átta stjórnendur þessa þjóðfélags sig ekki á að það er spurning um framtíð og heill íslensku þjóðarinnar að horfa á skuldamál einstaklinga með sanngirni en ekki síngirni. 

Galeiðuþrælar í skiprúmi verðtryggingarinnar munu leggja frá sér árar og hafna því að þræla áfram nema þeir eygi von um frelsi undan skuldaánauðinni innan skynsamlegra tímamarka.


« Fyrri síða

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 855
  • Frá upphafi: 2291621

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 754
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband