Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2013

Verđtrygging og verđbólguskot

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um ađgerđir í lánamálum og skuldamálum heimilanna var vart hćgt ađ skilja međ öđrum hćtti en ţeim ađ afnema ćtti verđtryggingu af neytendalánum ţ.m.t. húsnćđislánum til neytenda auk einhverrar óskilgreindrar niđurfćrslu.

Verđtryggingarfurstarnir hampa ţví mjög ađ fólk sćkist nú frekar í verđtryggđ lán en óverđtryggđ. Ţađ gerist iđulega ţegar verđbólga dettur niđur, en ţeir hinir sömu fá ađ finna fyrir ţví síđar. Kosturinn sem fólk sér eru lágar afborganir í upphafi lánstímans. Verđtryggingarfurstarnir tala hins vegar ekki um ţađ ađ ástćđan er líka sú ađ vextir af óverđtryggđum húsnćđislánum eru allt of háir.

Margt bendir til ţess ađ hćkkun vísitölu neysluverđs til verđtryggingar verđi veruleg á nćstu mánuđum. Ţá munu ţeir neytendur sem eru međ verđtryggđ lán tapa milljónum á milljónir ofan og sumir missa ţađ litla sem ţeir eiga enn í húsnćđinu sínu. Brýnasta verkefni ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna var ţví ađ afnema verđtrygginguna af lánum til neytenda.

Ţađ hefđi veriđ hćgt ađ standa ţannig ađ málum ađ verđtrygging af neytendalánum vćri afnumin međ lögum sem afgreidd hefđu veriđ á síđasta sumarţingi. Ţađ er engin afsökun fyrir ríkisstjórn og ríkisstjórnarflokka ađ afgreiđa ekki strax afnmám verđtryggingar af neytendalánum.

Ađgerđir strax. Ţađ er engin ţörf ađ bíđa eftir nýju ári og láta verđtrygginguna éta upp milljarđa af eignum fólksins í landinu á nćstu mánuđum. Hvađ dvelur Sigmund Davíđ?


Pólitísk réttyrđi, líf og mannréttindi.

Fyrir nokkru voru ţeir sem komu inn í lönd án leyfis nefndir ólöglegir innflytjendur. Ólöglegur innflytjandi er ekki jákvćtt orđ. Takmörkuđ samúđ er međ ólöglegum innflytjendum en ţađ vilja allir vera góđir viđ ţá sem eiga hvergi höfđi sínu ađ halla eđa eru ofsóttir í heimalandi sínu. Ţannig breyttist ólöglegur innflytjandi í orđrćđu fjölmiđla í flóttamenn eđa hćlisleitendur.

Kostnađur Evrópuríkja vegna ólöglegra innflytjenda ţ.e. flóttamanna ţ.e. hćlisleitenda,  á svokölluđu Schengen svćđi ţ.e. svćđinu sem eru međ sameiginleg landamćri, en viđ erum eitt ţeira ríkja, er gríđarlegur. Fyrir nokkru sagđi Fréttablađiđ frá ţví ađ ESB hafi smalađ "hćlisleitendum" ţ.e. ólöglegum innflytjendum frá Albaníu saman í flugvél til ađ flytja ţá til heimalandsins.

Ástandiđ getur ekki annađ en versnađ vegna ţess ađ óstjórnin víđa í Afríku og Miđ-Austurlöndum er slík. Ţess vegna er ţörf á ţví ađ taka á ţessum málum af skynsemi á grundvelli mannúđar.

Svo virđist sem ađ heimurinn hafi ţróast til hins verra undanfarin ár ţrátt fyrir aukna tćkni og meiri friđar í heiminum en oftast áđur. Fólk sem leitar ađ nýjum verustađ af ţví ađ ţađ sér ekki fram á lífsafkomu eđa líf heima hjá sér deyr úr sulti. Ţetta fólk er drepiđ, selt í ţrćlasölu, misţyrmt og nauđgađ samkvćmt nýlegum fréttum frá Afríku og Suđur Ameríku.

Lausnin felst ekki í ađ ţróuđ lönd taki viđ fleirum og fleirum međan ekki er tekiđ á  undirliggjandi vandamálum á svćđunum ţađan sem fólkiđ flýr.  Ţetta má ţó ekki segja nema eiga ţađ á hćttu ađ vera stimplađur af nýyrđasmiđum fjölmiđla sem rasisti eđa hćgri öfgamađur eđa hvorutveggja.  Athyglisvert ţegar ţađ er skođađ ađ flokkar sem byggja á sósíalískri ríkishyggju eru nefndir hćgri öfgaflokkar í íslenskum fjölmiđlum.

Samfélag ţeirra ríkja sem geta ađstođađ er forustulaust m.a. vegna ţess ađ forusta Evrópusambandsins og Bandaríkjanna hafa ađ ţví er virđist takmarkađa framtíđarsýn.  Orđaglamur og merkimiđar skipta ekki máli.  Vandamál flóttamanna undan óstjórn og hungri er ţađ alvarlegt vandamál og ţćr mannlegu hörmungar sem ţví fylgja eru svo skelfilegar ađ ţađ ber brýna nauđsyn til ađ taka á ţeim málum međ myndarlegum, mannúđlegum og raunsćjum hćtti. Hvernig vćri ađ íslenska ríkisstjórnin legđi til ađ vandamál ţessa fólks og lausn ţess hefđi forgang og fylgdi ţví máli eftir međ sannfćrandi hćtti.

 

 


« Fyrri síđa

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 90
  • Sl. viku: 2487
  • Frá upphafi: 2291470

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2263
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband