Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2014

Nefskattur RÚV

Vinur minn sagði farir sínar ekki sléttar og telur að það sé verið að ræna sig með nefskatti til RÚV. Borga þarf 18.000 krónur fyrir hvert fullorðið nef og lögaðila.

Þetta þýðir hjá vini mínum að hann þarf að borga sjálfur eitt gjald, konan hans annað, einkahlutafélag hans eitt gjald og einkahlutafélag konunnar eitt gjald. Samtals greiða þau því fyrir sig og einkahlutafélögin sem horfa aldrei á sjónvarp eða hlusta á útvarp kr. 72.000.-

Eitt af því sem er það versta við lýðræðisþjóðfélagið er ótti þeirra sem fara með löggjafarvaldið við lýðræðið. Í samræmi við það treystir meirihluti alþingismanna ekki einstaklingunum til að taka ákvörðun um það hvort þeir vilji borga fyrir áskrift að RÚV eða ekki. Þeir skulu borga með góðu eða illu hvort sem þeir nýta þjónustu RÚV eða ekki.

Hvernig væri að við færum að velta fyrir okkur hvernig við aukum lýðræðið í landinu með því að gefa borgurnum meiri rétt til að taka ákvarðanir fyrir sig í stað þess að einvhverjir kallar og kellingar á Alþingi taki ákvörðunarvaldið af einstaklingunum.

Hvernig væri að þú fengir að ráða því hvort þú vilt kaupa áskrift að RÚV eða ekki

Hvernig væri t.d. að þú réðir því í hvaða lífeyrissjóði þú ert eða hvernig þú vilt haga sparnaði þínum innan eða utan lífeyrissjóðs.

svo dæmi séu tekin.


Hefur bensín lækkað um 30%

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur verið að lækka undanfarna mánuði. Olíuverð er nú rúmlega 30% lægra en það var í byrjun ársins. Sú verðlækkun ætti að skila sér í a.m.k  30% verðlækkun á bensíni og olíuvörum til neytenda.

Hafa neytendur orðið varir við að bensín og olíur væru að lækka verulega í verði?

Sé ekki svo þá getur samkeppni ekki verið virk á þessum markaði og bensínverð allt of hátt.

En svo getur náttúrulega birgðastaðan verið óheppileg þannig að olíufélögin geta ekki lækkað fyrr en þegar nýjar birgðir eru keyptar. Slíkt var jafnan viðkvæðið þegar gengið gekk í bylgjum. En nú er því ekki að heilsa.

Eru olíufélögin á beit í buddunni þinni?


« Fyrri síða

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 482
  • Sl. sólarhring: 677
  • Sl. viku: 2868
  • Frá upphafi: 2294419

Annað

  • Innlit í dag: 447
  • Innlit sl. viku: 2614
  • Gestir í dag: 431
  • IP-tölur í dag: 419

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband