Leita í fréttum mbl.is

Vont er þeirra ranglæti

Í íslenskum hjúskaparlögum segir, að brúðhjón þurfi að vera orðin 18 ára og þau séu í hvívetna jafnrétthá í hjúskap. Mannréttindabarátta fyrir jafnstöðu kvenna og karla hefur haft gríðarleg áhrif í okkar heimshluta og sem betur fer náð að tryggja lagalega að konur hafi sama rétt en karlar, en séu ekki þjónar þeirra og háðar duttlungum þeirra. 

Þrátt fyrir sambærileg lagaákvæði á hinum Norðurlöndunum,hefur það ítrekað gerst, að ólöglegir innflytjendur og ákveðinn hluti aðfluttra karla kynni stúlkubörn allt niður í 12 ára sem eiginkonur sínar og þessi 12 ára stúlkubörn eru jafnvel barnshafandi. Samræði við stúlkur undir lögaldri er refsiverð skv. okkar lögum, en það virðist ekki gilda þegar um þennan þjóðfélagshóp er að ræða. 

Danskur ráðherra Inger Stöjberg vildi stemma stigu við þessum ófögnuði,barnabrúðkaup stúlkubarna. Stúlkur undir lögaldri voru látnar ganga í hjónaband. Um var að ræða þvingunarhjónabönd og brotið var gegn ákvæðum hegningarlaga varðandi kynmök við börn. Ef til vill fór Inger ekki rétt að, en ljóst er að hún var með aðgerðum sínum að berjast fyrir hagsmunum stúlkubarna og það hefði heldur betur átt að vera herhvöt fyrir baráttusamtök kvenna fyrir jafnrétti og jafnstöðu kvenna og gegn kynferðislegri misnotkun á konum. 

Í gær var Inger Stöjberg dæmd af Landsrétti Dana í 2 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að standa vörð um þau gildi sem hjúskaparlög og refsilög kveða á um. Reglu- og formfesta danska Landsréttarins ber greinilega skynsemina og virðingu fyrir kvenréttindum og jafnstöðu borgaranna ofurliði. 

Við á Norðurlöndunum megum ekki glata tengslum við grundvallarmannréttindi þ.á.m. jafnstöðu kynjanna. Við getum ekki samþykkt það að ein lög gildi fyrir þá sem búa í landinu en önnur lög skuli gilda fyrir ólöglega innflytjendur og ákveðna aðflutta þjóðfélagshópa og þeim skuli heimilt að hafa samræði við stúlkubörn, eiga börn með stúlkunum og giftast þeim í þvinguðum hjónaböndum, þar sem ekkert jafnrétti ríkir milli  aðila en konan er gjörsamlega undirokuð undir vilja mannsins. 

Gott væri ef samtök kvenna sýndu það nú, að þau berjast almennt fyrri rétti kvenna og styðja baráttuna gegn þessum ófögnuði.

Inger Stöjberg á þakkir skilið fyrir að standa í báðar fætur fyrir réttindum kvenna og almennum mannréttindum í Danmörku. Það er kominn tími til að stjórnmálamenn á Norðurlöndum geri það almennt sem og hefðbundnir fréttamenn, en dansi ekki í kringum lögbrot innflytjenda og stingi höfðinu í sandin þó verið sé að misnota stúlkubörn kynferðislega. 

Þvingunarhjónabönd og kynferðisleg misnotkun stúlkubarna undir lögaldri er glæpur. Að reyna að sporna við glæpum á ekki að vera refsivert. Sé svo eins og kom í ljós í Danmörku í gær, þá gildir sennilega það sama og Jón Hreggviðsson sagði á sínum tíma um réttlætið hjá danskinum.

"Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti."  


Vont er þeirra ranglæti

Í íslenskum hjúskaparlögum segir, að brúðhjón þurfi að vera orðin 18 ára og þau séu í hvívetna jafnrétthá í hjúskap. Mannréttindabarátta fyrir jafnstöðu kvenna og karla hefur haft gríðarleg áhrif í okkar heimshluta og sem betur fer náð að tryggja lagalega að konur hafi sama rétt en karlar, en séu ekki þjónar þeirra og háðar duttlungum þeirra. 

Þrátt fyrir sambærileg lagaákvæði á hinum Norðurlöndunum,hefur það ítrekað gerst, að ólöglegir innflytjendur og ákveðinn hluti aðfluttra karla kynni stúlkubörn allt niður í 12 ára sem eiginkonur sínar og þessi 12 ára stúlkubörn eru jafnvel barnshafandi. Samræði við stúlkur undir lögaldri er refsiverð skv. okkar lögum, en það virðist ekki gilda þegar um þennan þjóðfélagshóp er að ræða. 

Danskur ráðherra Inger Stöjberg vildi stemma stigu við þessum ófögnuði,barnabrúðkaup stúlkubarna. Stúlkur undir lögaldri voru látnar ganga í hjónaband. Um var að ræða þvingunarhjónabönd og brotið var gegn ákvæðum hegningarlaga varðandi kynmök við börn. Ef til vill fór Inger ekki rétt að, en ljóst er að hún var með aðgerðum sínum að berjast fyrir hagsmunum stúlkubarna og það hefði heldur betur átt að vera herhvöt fyrir baráttusamtök kvenna fyrir jafnrétti og jafnstöðu kvenna og gegn kynferðislegri misnotkun á konum. 

Í gær var Inger Stöjberg dæmd af Landsrétti Dana í 2 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að standa vörð um þau gildi sem hjúskaparlög og refsilög kveða á um. Reglu- og formfesta danska Landsréttarins ber greinilega skynsemina og virðingu fyrir kvenréttindum og jafnstöðu borgaranna ofurliði. 

Við á Norðurlöndunum megum ekki glata tengslum við grundvallarmannréttindi þ.á.m. jafnstöðu kynjanna. Við getum ekki samþykkt það að ein lög gildi fyrir þá sem búa í landinu en önnur lög skuli gilda fyrir ólöglega innflytjendur og ákveðna aðflutta þjóðfélagshópa og þeim skuli heimilt að hafa samræði við stúlkubörn, eiga börn með stúlkunum og giftast þeim í þvinguðum hjónaböndum, þar sem ekkert jafnrétti ríkir milli  aðila en konan er gjörsamlega undirokuð undir vilja mannsins. 

Gott væri ef samtök kvenna sýndu það nú, að þau berjast almennt fyrri rétti kvenna og styðja baráttuna gegn þessum ófögnuði.

Inger Stöjberg á þakkir skilið fyrir að standa í báðar fætur fyrir réttindum kvenna og almennum mannréttindum í Danmörku. Það er kominn tími til að stjórnmálamenn á Norðurlöndum geri það almennt sem og hefðbundnir fréttamenn, en dansi ekki í kringum lögbrot innflytjenda og stingi höfðinu í sandin þó verið sé að misnota stúlkubörn kynferðislega. 

Þvingunarhjónabönd og kynferðisleg misnotkun stúlkubarna undir lögaldri er glæpur. Að reyna að sporna við glæpum á ekki að vera refsivert. Sé svo eins og kom í ljós í Danmörku í gær, þá gildir sennilega það sama og Jón Hreggviðsson sagði á sínum tíma um réttlætið hjá danskinum.

"Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti."  


Fórnarlambið

Í janúar 2019 tilkynnti leikarinn Jussie Smollet, sem er dökkur á hörund, til lögreglu í Síkakó í Bandaríkjunum, alvarlegan hatursglæp gegn sér. Hann sagði að tveir hvítir menn hefðu ráðist á sig barið sig vegna kynþáttar hans, kallað hann ýmsum ónefnum og hellt yfir hann litarefni. Af þessu tilefni sagði leikarinn, að þetta væri það sem við mætti búast í svona MAGA landi (make America great again)og vísaði þar til Donald Trump. 

Fjölmiðlar um allan heim fóru hamförum yfir því hverskonar ríki Bandaríkin væru orðin undir stjórn Trump, þar sem hvítir rasistar teldu sér allt leyfilegt. Frambjóðendur Demókrata notuðu þennan "rasíska hatursglæp" út í æsar.

Ekki er allt sem sýnist. Í ljós kom,að árásarmennirnir á Smollet voru ekki hvítir heldur þeldökkir Nígeríumenn. Það sem meira var Smollet borgaði þeim fyrir að sviðsetja árásina, alls 3.500 dollara og 100 dollara í útgjöld fyrir litarefnið. Dómstóll í Síkakó dæmdi Smollet sekan á fimmtudagskvöldið fyrir að sviðsetja árásina og ljúga að lögreglu varðandi atburðinn.

Fróðlegt verður að sjá hvort talsmenn Demókrata sem gerðu málið að áróðursatriði í síðustu kosningum, leiðrétti og biðjist afsökunar. Sjálfsagt gera þeir það ekki frekar en fjölmiðlarnir sem fóru hamförum. Reynt verður af þessum aðilum að þegja um málið.

Lygin hleypur iðulega marga hringi umhverfis hnöttinn  á meðan sannleikurinn er enn að reima á sig skóna. 


Stöðnun og kyrrstaða

Í gær lét Angela Merkel af embætti kanslara Þýskalands. Hún naut fádæma vinsælda lengst af á ferli sínum, en eftir 2015 fór að halla undan fæti. Hún var lengi kanslari í samsteypustjórn stóru flokkana tveggja,helstu andstæðinganna, Kristilegra og Sósíalista.

Angela Merkel hafði þá einu hugmyndafræði,að láta enga hugmyndafræði þvælast fyrir sér. Inntak stefnu hennar var að hanga á völdunum hvað svo sem gera þyrfti til þess. Að því leyti var hún e.t.v. frumkvöðull þeirrar nýbylgju stjórnmálanna, sem stór hluti stjórnmálamanna fylgir í dag. 

Merkel var ekki framsýnn stjórnmálamaður. Hún tók almennt ekki á neinum málum fyrr en þau voru orðin að vandamáli. Hún mótaði almennt ekki framtíðarstefnu nema í loftslagsmálum með slæmum afleiðingum. Þessvegna býr Þýskaland við orkuskort.

Því miður virðist eftirmaður Merkel á kanslarastóli vera slæm eftirlíking af henni og með sömu grunnhugsjónir um að hanga á völdum. Þýskaland verður því sennilega ekki pólitísk forustuþjóð í Evrópu á næstunni.


Ný málið sem Evrópusambandið heimilar.

Fyrir nokkrum dögum gaf Evrópusambandið út 32 síðna leiðbeiningareglur um hvaða orð skyldi nota og hver ekki. Óneitanlega minnir þetta á kerfið sem George Orwell lýsir í bókinni 1984, þar sem til var pólitískt ný mál, til að tryggja að fólk héldi sig innan kerfislægrar rétthugsunar. 

Sama virðist vera upp á tengingnum hjá valdaklíkunni í Brussel, sem amast m.a. við því að fólk noti orðið "jól" eða Christmas yfir hátíðarnar. Það á að nota "human induced" í staðinn fyrir "man made" svo dæmi sé tekið."

Það er sjálfsagt að hneykslast á þessu rugli. Þau eru að vega að Evrópskum gildum og viðmiðunum. E.t.v. vegna þess að fólkið í kanselíinu í Brussel telur að evrópskt orðfæri geti sært aðkomufólk og rótað upp fjölmenningunni.

Stóra spurningin er hvernig dettur möppudýrunum í Brussel í hug, að setja út samevrópskar leiðbeiningarreglur um hvaða orð má nota og hver ekki í daglegu máli. Einvaldskonungum fortíðar í Evrópu létu sér aldrei detta slíkt og þvílíkt í hug. Valdhroki hinnar nýju stéttar Brussel valdsins kemur stöðugt sífellt meira á óvart. 


Orkuskortur

Landsvirkjun og Landsnet geta ekki svarað þörfum markaðarins á Íslandi fyrir raforku. Hvernig í ósköpunum skyldi standa á því? 

Forstjóri Landsvirkjunar segir, að það sé m.a. vegna þess hve lítið hefur ringt á Íslandi. Sem minnir mig á það að fyrrverandi Iðnaðar og orkumálaráðherra fyrir margt löngu dr. Gunnar Thoroddsen sagði að ekki þyrfti að óttast orkuskort meðan það rigndi á Íslandi. 

Úrkoma sunnanlands hefur verið með mesta móti allt þetta ár og þó þurkar hafi veri á Norðausturlandi, þá ætti það ekki að setja orkukerfið á hliðina og leiða til skömmtunar á rafmagni.

Hvað þá heldur þegar Landsvirkjun gengst aftur og aftur fyrir því að kanna hagkvæmni þess að selja raforku úr landi á grundvelli regluverks EES, sem mundi að sjálfsögðu leiða til mun hærra orkuverðs til neytenda á Íslandi og enn frekari orkuskorts.

Einfalda staðreyndin er sú, að VG hafa staðið gegn virkjunum í landinu. Mikil verður ábyrgð Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, ef þeir láta VG ráða för í þessu efni. 

Núna þarf að hrinda framkvæmd vinnu við vatnsaflsvirkjanir,sem allra fyrst, t.d. það sem er óvirkjað í neðri hluta Þjórsár. Ódýrar hagkvæmar virkjanir, sem valda litlu raski. Sérkennilegt að VG skuli almennt vera á móti vistvænni orkuöflun með vatnsaflsvirkjunum.

Það rignir nóg á Íslandi og það er ekki rigningunni að kenna heldur mistökum í stjórnkerfinu að það þurfi að skammta rafmagn í landinu eða nota olíu til orkuframleiðslu í stað vatnsafls. 


Undir smitvarnargrímunni

Grundvallareglum í frjálsum menningar- og lýðræðissamfélögum hefur ítrekað verið ýtt til hliðar vegna ofsahræðslu við Kóvíd smit. Bent er á þá óbólusettu eins og þeir hafi gerst sekir um hræðilegt afbrot gegn almenningi. Þeir hafa verið sviptir borgaralegum réttindum í löndum eins og Austurríki, Ítalíu og Hollandi og stjórnmálamenn í fleiri ríkjum sitja á rökstólum til að ákveða hvaða tökum óbólusettir skuli teknir annars vegar til að knýja þá til að láta bólusetja sig og hinsvegar að útiloka þá frá samfélagi hinn útvöldu og margbólusettu.

Stjórnendur heilbrigðismála og stjórnmálamenn grípa til örþrifaráða, til að reyna að telja almenningi trú um, að þeir geti ráðið við vandann og neita að viðurkenna getuleysi sitt gagnvart farsótt eins og Kóvíd. Þessvegna er gripið til að gera einhverja vitleysu til að láta líta út fyrir að yfirvöld hafi ráð undir rifi hverju sem þau raunar hafa ekki. Fyrst ein bólusetning, síðan tvær og loks örvunarbólusetningar þriðja eða fjórða eftir atvikum.

Í Evrópu og á Íslandi hefur verið gripið til ýmissa ráða víða hefur langvarandi útgöngubönnum verið beitt, fyrirtæki hafa orðið að loka eða draga úr starfsemi, grímuskylda, fjarlægðarmörk og takmörk á því hve margir mega koma saman o.s.frv. Alltaf hafa ráðstafanirnar verið kynntar sem tímabundnar. Þær hafa líka verið það, en verið beitt aftur og aftur.

Samt sem áður eru flestar þjóðir Evrópu að glíma við fimmtu eða sjöttu bylgju. Þessar ráðstafanir fresta í besta falli smitum en koma ekki í veg fyrir þau. Ný bylgja fer af stað eftir að takmörkunum er aflétt.

Stjórnvöld stjórnmálamenn og yfirmenn sóttvarna eru í vanda. Þess vegna voru bóluefnin, kærkomið vopn til að telja fólki trú um, að ríkisvaldið mundi leysa vandann með að bólusetja alla heimsbyggðina. Hversu skynsamlegt sem það er eða óskynsamlegt fyrir fullorðið fólk að láta bólusetja sig skal ósagt látið og hér skal ekki gert lítið úr gildi bólusetninga. Samt sem áður hefur komið í ljós að bólusetning hefur ekki áhrif til að koma í veg fyrir smit eða að bólusettir smiti.

Heilbrigðisyfirvöld segja nú, að bólusetning dragi úr alvarlegum einkennum og það virðist þá vera það eina sem bólusetningar gera, sé sú staðhæfing rétt. Bólusettir eru þá ekki minni ógn en óbólusettir varðandi það að dreifa smitum eða hvað?

Þegar fokið er í flest skjól hjá sumu fólki þá leiðast margir út í það að kenna öðrum um. Stjórnmálamenn samtímans hafa gert það að listgrein. Þess vegna kenna stjórnmálamenn óbólusettum um í stað þess að viðurkenna eigið getuleysi gagnvart náttúrulegu fyrirbrigði eins og farsótt.

Þessvegna hika þeir heldur ekki við að grípa til gerræðislegra ráðstafana, sem ganga gegn borgaralegum réttindum fólks. Fólk má ekki hafa aðrar skoðanir en stjórnvöld og það má ekki leita eftir læknislyfjum öðrum en þeim sem eru viðurkennd. Fyrir löngu sá fjölmiðlaelítan fyrir því, að talsmenn annarra skoðana en þeirra viðteknu í samfélagi óttans, fengju ekki að koma sínum skoðunum að með sama hætti og talsmenn óttans.

Óvinir valdstjórnarinnar í dag eru þeir, sem ekki láta bólusetja sig, en það munu vera tæpur fjórðungur eða 23% fólks í Evrópu. Ástæður þess geta verið margvíslegar. Fólk er eðlilega hrætt við að láta dæla tilraunabóluefni,sem framleiðendur taka ekki ábyrgð á, inn í líkama sinn.

Eigum við að svipta fólk þeim rétti, að ráða yfir líkama sínum. Þá skín heldur betur í einræðið undir smitvarnargrímunni. Það er ekki mikið eftir af frelsinu ef fólki fær ekki að ráða því hvaða lyf það tekur eða hafnar eða hvort það lætur dæla einhverju efni inn í líkama sinn eða ekki.

Það skelfilegasta við allt þetta er að horfa á hvað langt óttaslegnir getulausir stjórnmálamenn gagnvart aðsteðjandi vanda geta og eru tilbúnir til vegna tilbúinnar ofsahræðslu í samfélaginu að snúa frá frjálslyndu umburðarlyndu lýðræðisþjóðfélagi og koma á vísi að ofbeldisstjórn og jafnvel ógnarstjórn á grundvelli óttans. Gegn því verður allt frelsisunnandi fólk að rísa hvort heldur það telur skynsamlegt að láta bólusetja sig eða ekki.

Það er dapurlegt að sjá, að þorri stjórnmálamanna í vestrænum lýðræðisríkjum skorti rótfestu hugmyndafræðilegrar grundvallarstefnu sem mótast af frjálslyndum viðhofum um sjálfsákvörðunarrétt borgaranna og grundvallar mannréttindi þeirra.


Stjórnmálaskörungur fallinn frá

Robert Dole öldungardeildarþingmaður, varaforsetaefni og forsetaframbjóðandi Repúblikana er fallinn frá. 

Bob Dole var um margt athyglisverður einstaklingur og stjórmálamaður. Hann var mikill húmoristi. Þó hann væri mikill baráttumaður, þá mundi hann sennilega vera skilgreindur sem hægri-miðjumaður í Repúblíkanaflokknum.

Bob Dole særðist illa í síðari heimstyrjöld árið 1945, en með mikilli þrautseigju og kappsemi manns sem neitar að gefast upp,þá náði hann sér að mestu þó hann hefði takmarkaða hreyfigetu í hægri hendinni alla tíð.

Bob Dole var leiðtog Repúblikana í öldungardeild Bandaríkjaþings í 11 ár. Árið 1981 var ég boðinn á þingpalla í öldungardeildinni í boði Bob Dole, en þá fór fram umræða um fjárlög og þar tókust þeir á Bob Dole og Edward Kennedy. Mér þótti mikið til málflutnings þeirra beggja koma.

Eftir umræðuna bauð Dole okkur í mat í öldungardeildinni og það var mjög gaman að hitta hann og fá tækifæri til að ræða við hann í fárra manna hópi. 

Dole var síðan varaforsetaefni Gerald Ford á móti Carter og síðan forsetaframbjóðandi Repúblikana 1996 á móti Bill Clinton. Meðan á þeirri baráttu stóð naut ég framboðs Dole með einstæðum hætti án þess að hann vissi nokkuð af því eða hefði með það að gera.

Þannig var mál með vexti að ég hafði keypt ferð með ferðaskrifstofu til Bandaríkjanna fyrir mig yngri son minn og föður minn. Þegar við komum á hótelið var okkur vísað í meiri þægindi en ég hef nokkru sinni kynst á ævinni. Ég hugsaði með mér, að þetta væri stórkostlegt þegar svona ódýr ferð hefði verið keypt. En morguninn eftir kom í ljós,að það höfðu verið gerð mistök. Svítan var frátekin fyrir Bob Dole sem var að koma vegna kosningafundar. Við feðgar máttum því hafa hraðann á og skipta um herbergi, til að hægt yrði að undirbúa þægindin fyrir Bob.

Bob Dole var fjarri því að vera teprulegur einstaklingur og hann hikaði t.d. ekki við að ræða um og auglýsa og gerast málsvari þess að menn tækju Viagra gerðist þess þörf.

Bob Dole var eini fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana sem studdi Donald Trump og var alla tíð gegnheill Repúblikani. 

Því miður er allt of mikill skortur á stjórnmálamönnum eins og Robert Dole, sem kynna sér málin og nálgast hlutina af yfirvegun og skynsemi. Svo ekki sé talað um húmorinn sem var honum eðlislægur.

 


mbl.is Bob Dole látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinir landflótta

Í Eþíópíu hefur verið grimmileg styrjöld. Forseti landsins og friðarverðlaunahafi Nóbels ákvað að fara með hernaði á hendur Tigray þjóðarinnar í landinu. Her Eþíópíu og Erítreu réðust inn í hérað Tigray þjóðarinnar, frömdu þar mörg illvirki og hermdarverk og stökktu tugum þúsunda fólks á flótta. 

Aldrei sá nokkur hér á landi ástæðu til að mótmæla harðneskjulegum hernaðaraðgerðum og illvirkjum stjórnarhersins gagnvart Tigray þjóðinni. En svo kom að því að Tigray þjóðin snéri vörn í sókn og sækir nú að höfuðborg Eþíópíu, Addis Abeba.

Þá bregður svo við skv. frétt og forsíðumynd Fréttablaðsins í dag, að á þriðja tug Eþíópíubúa, sem margir hafa komið hingað til að fá alþjóðlega vernd frá vondum stjórnvöldum í Eþíópíu safnast saman á Skólavörðuholti í Reykjavík til að styðja stjórnina í Addis Abeba, sem þeir sögðust þurfa að flýja frá ættu þeir að halda lífi og limum þegar þeir sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi.

Svona er nú ruglið, en svo einsdæmi, að flóttamenn undan meintum ógnarstjórnum mótmæli ef að þeim er sótt. Hvað voru þeir þá að flýja?

Það er vafalaust margt skrýtið í kýrhausnum, en það er enþá  fleira skrýtið í höfðinu á hefðbundnum stjórnmálamönnum, sem hafa búið til glórulaust kerfi, fyrir flóttamannaiðnaðinn í veröldinni. Útlendingalögin íslensku bera þess glöggt vitni.


Megrum báknið

Opinberu starfsfólki hefur fjölgað um 9 þúsund manns á 4 árum. Á sama tíma hefur störfum í einkageiranum fækkað og þau eru nú færri en störf hjá hinu opinbera. 

Á miðöldum var talið að það þyrfti 9 bændabýli, til að standa undir kostnaði af einum riddara. Furstar og kóngar þurftu því að gæta hófs í riddaravæðingu. 

Hvað skyldi þurfa mörg störf í einkageiranum til að standa undir þessari fjölgun opinberra starfa? Þegar störf í einkageiranum eru orðin færri en störf hjá honu opinbera liggur þá ekki ljóst fyrir, að báknið er orðið allt of stórt og tekur of mikið til sín. 

Það er því brýnt, að leita leiða til að megra kerfið. Fyrsta skrefið gæti fjármálaráðherra stigið með því að skipa hóp fólks sem klárar verkefni, til að fara yfir það með hvaða hætti mætti ná fram sem mestri megrun kerfisins, þannig að báknið þyrfti undan að láta. Verði það ekki gert eða jafnvel gripið til enn róttækari aðgerða, verður ríkissjóður ekki sjálfbær og góð fjárhagsstaða ríkissjóðs breytist í slæma fyrr en varir. 

Forsenda bættra lífskjara og hagsældar í landinu er báknið burt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2021
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 905
  • Sl. sólarhring: 1336
  • Sl. viku: 6550
  • Frá upphafi: 2277188

Annað

  • Innlit í dag: 848
  • Innlit sl. viku: 6086
  • Gestir í dag: 807
  • IP-tölur í dag: 788

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband