Leita í fréttum mbl.is

Dagar hinna löngu hnífa

Fyrir rúmum 80 árum var talað um nótt hinna löngu hnífa, þegar forusta þýska þjóðernissósíalistaflokksins lét taka af lífi helstu forustumenn vígsveita flokksins.

Fyrir rúmum 10 árum kvartaði þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins Guðjón Jónsson yfir því að bakið á honum væri alsett hnífum eftir bakstungur fjandvinar síns í Framsóknarflokknum hann lifið það þó af þó pólitískt líf hans yrði ekki lengra. 

Nú hafa Framsóknarmenn dregið hnífana úr baki Guðjóns og nota þá óspart á Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur borgarfulltrúa og gengur þar hart fram sá borgarfulltrúi Framsóknar sem er hinn fulltrúi þessa litla flokks í borgarstjórn Reykjavíkur. 

Aðrir fylgja á eftir, en þó verður ekki séð hvort þeir gera það tilneydir. 

Eftir að Sveinbjörg Birna benti réttilega á annmarka á skólakerfinu, sem veldur því að það gagnast í mörgum tilvikum hvorki íslenskum börnum né börnum hælisleitenda og kostar of fjár,  fór fjölmiðlaelíltan úr öllum límingum einkum þeir sem þiggja laun sín frá skattgreiðendum, en með í för var einnig liðtækur sporgöngumaður, eiginmaður aðstoðarkonu forsætisráðherra. 

Fréttin um ummæli Sveinbjargar varð helsta ekki fréttin alla verslunarmannahelgina og fréttaelítan á RÚV var með þessa ekki frétt í öllum fréttatímum nema e.t.v. í einhverjum morgunfréttatímum kl. 6 á morgnana. 

Fréttamenn RÚV drógu fram hvern forustumann Framsóknar af öðrum til að fá þá til að fjalla um og fordæma ummæli Sveinbjargar og gerðu þeir það svikalaust með mismiklum þunga samt. Nú síðast ályktaði stjórn ungra Framsóknarmanna um málið. Kom það nokkuð á óvart, þar sem þjóðin hafði ekki vitað af tilvist þeirra. 

Atgangur ríkisfréttamanna var slíkur að það minnti á þekkt kvæði eftir Stein Steinar um Jón Kristófer og samneyti hans við Hjálpræðisherinn en þar orti Steinn;

"Jón Kristófer kadett í hernum

 í kvöld verður samkundan háð 

 og lautinant Valgerður vitnar 

 um veginn að Drottins náð

 Og svo verður sungið og spilað

 á sítar og mandólín tvö

 ó komdu og höndlaðu herrann 

 það hefst klukkan rúmlega sjö"

 

Eins og í kvæðinu vitnaði fréttaelítan með sama hætti og lautinant Valgerður í kvæðinu um veginn að Drottins náð og sungu á sinn sítar og mandólín tvö þangað til að flokksforusta Framsónar áttaði sig á hvað þyrfti til að höndla herrann og brást við eins og fréttaelítan vildi.

Eftir situr framsóknarmaddaman Sveinbjörg Birna óverðskuldað með mörg hnífasett í bakinu og ekki sú fyrsta af forustufólki Framsóknar sem öðlast það hlutskipti. 


Bloggfærslur 8. ágúst 2017

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 493
  • Sl. sólarhring: 661
  • Sl. viku: 2879
  • Frá upphafi: 2294430

Annað

  • Innlit í dag: 457
  • Innlit sl. viku: 2624
  • Gestir í dag: 439
  • IP-tölur í dag: 426

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband