Leita í fréttum mbl.is

Aðallinn á Alþingi virðir ekki rétt Íslendinga til jafns við hlaupastráka erlendis frá.

Ókeypis hádegisverður er ekki til. Stjórnmálafólki sést iðulega yfir þessi einföldu sannindi og telur að þó það noti peninga í ákveðin verkefni þá megi líka nota þá til annarra hluta. En það einhver borgar, jafnvel þó sumum sé boðið.

Peningar sem eru greiddir vegna hælisleitenda og fóttamanna er eytt. Þeir nýtast ekki til annarra hluta eins og Einar Hálfdánarson endurskoðandi og lögfræðingur benti réttilega á í grein í Morgunblaðinu í síðustu viku.

Íslenskir alþingismenn samþykktu samhljóða fáránleg útlendingalög. Alþingismenn ákváðu að leggja þær byrðar á skattborgaranna að standa undir öllum útgjöldum hælisleitenda. Hælisleitendur skulu fá borgað fyrir læknisþjónustu, lyf, sálfræðiþjónustu, tannlækningar, húsnæði, mat og fleira.

Ágætur læknir sagði mér að sér fyndist ömurlegt að horfa upp á aldraða íslendinga sem ættu lítið fyrir sig að leggja tína síðustu krónurnar upp úr veskjunum á meðan strákarnir sem skráðir eru  hælisleitendur framvísuðu greiðslutilvísunum á ríki eða borg.

Það er ekkert stjórnarskrárákvæði sem ver skattgreiðendur fyrir heimsku, fljótræði, mútum og yfirboðum stjórnmálamanna,en sú eina breyting á stjórnarskránni að koma slíku ákvæði inn er brýnni en nokkur önnur. Skattheimta eykst vegna yfirboða og gjafmildi stjórnmálamanna á annarra kostnað. Samt hafa þessir sömu stjórnmálamenn engin úrræði til að leysa húsnæðisvanda ungs fólks og engin úrræði til að sinna þörfum aldraðra íslendinga með sóma.

Fyrst Alþingismenn töldu rétt að samþykkja, að veita Útlendingum sem hingað koma í "hælisleit" svo myndarlega fyrirgreiðslu og telja það lágmarksvelferð fyrir þá. Er þá til of mikils mælst að þeir hinir sömu Alþingismenn samþykki Íslendingalög, sem kveði á um að bornir og barnfæddir Íslendingar skuli ekki njóta lakari kjara en hælisleitendur gera á grundvelli Útlendingalaga? 

Óneitanlega er ömurlegt að sjá forréttindaaðalinn á Alþingi belgja sig út yfir manngæsku sinni með því að veita hælisleitendurm og kvótaflóttamönnum allt, á sama tíma og þessi aðall á Alþingi, sér ekki sóma sinn í að búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld, leysa húsnæðisvanda unga fólksins og sinna hagsmunum fólksins í landinu þannig að það búi ekki við lakari kjör en þeir hlaupastrákar erlendis frá, sem alþingismenn hafa skenkt svo ríkulega á kostnað borinna og barnfæddra Íslendinga. 

 


Bloggfærslur 2. september 2017

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 910
  • Sl. viku: 2395
  • Frá upphafi: 2293946

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 2176
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband