Leita í fréttum mbl.is

Af lögbrotum þingmanns Bjartrar framtíðar.

Lögfræðimenntaður þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sagði eftir fund þingnefndar með dómsmálaráðherra í gær, aðspurð af fréttamanni RÚV að í því máli sem um var fjallað hefði ráðherra framið fjöldamörg lögbrot.

Aldrei þessu vant spurði fréttamaður RÚV sjálfsögðu spurningarinnar. Hvaða lögbrot eru það? Lögfræðimenntaða þingflokksformanni Bjartrar framtíðar vafðist þá tunga um tönn og setti á almennt fjas út í bláinn. 

Lögfræðimenntaði þingflokksformaðurnn veit það vel að sá sem sakar einstakling hvort heldur það er ráðherra eða annan um lögbrot verður að finna þeirri ásökun stað og vísa til þeirra lagaákvæða sem viðkomandi telur að hafi verið brotin. Sé það ekki gert er öll sú ræða og ásakanir ónýt og rugl eitt. 

Það er ábyrgðarhluti að saka fólk um lögbrot. Þingmenn hafa ekki sérstaka undanþágu frá því að fara með rétt mál. Jafnvel skásti þingmaður Bjartrar framtíðar Theódóra S. Þorsteinsdóttir sem viðhafði ofangreint rugl er þar heldur ekki undanþegin. 

Það er síðan umhugsunarefni í aðdraganda kosninga hvort það lið sem eyðir ómældum tíma í rannsóknarstörf á hinu liðna með ærnum upphrópunum, en sinnir ekki vandamálum nútíðar með tilliti til framtíðar á nokkurt erindi í pólitík.

Hefði ekki verið nær að eyða nokkrum tíma í húsnæðis- og fjárfestingavanda unga fólksins. Ruglaðar reglur og kjör sem öldruðum eru búin svo fátt eitt af því brýnasta sé tekið.

Þar skortir hugmyndir umræður og framtíðarsýn. 

 


Bloggfærslur 20. september 2017

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1040
  • Sl. sólarhring: 1293
  • Sl. viku: 6685
  • Frá upphafi: 2277323

Annað

  • Innlit í dag: 976
  • Innlit sl. viku: 6214
  • Gestir í dag: 918
  • IP-tölur í dag: 892

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband