Leita í fréttum mbl.is

Yfirlæti - Hroki - Metnaður og RÚV

Fyrir nokkru birti fréttastofa RÚV í sjónvarpsfréttum æsifrétt um stjórnendur veitingastðarins Sjanghæ á Akureyri. Eigandi staðarins var nánast tekin mannorðslega af lífi og staðurinn stimplaður sem miðstöð þrælahalds. 

Engin innistæða reyndist fyrir fréttinni eins og ítarlega var rakið í leiðara Morgunblaðsins um daginn. Hver skyldu þá viðbrögð fréttastofu RÚV vera. Leiðréttir fréttastofan hina röngu frétt? Biðjast þeir afsökunar?

Eða láta fréttastjórarnir rigna upp í nefið á sér eins og jafnan og halda áfram í sjálfbirgingshætti og hroka?

Óneitanlega er sorglegt að sjá og fylgjast með hvernig komið er fyrir fréttastofu RÚV. Í morgunfréttum Ríkisútvarpsins kl. 6 og síðar eru iðulega tvær fréttir. Hér á árum áður þegar Jón Thordarson og hinn voru á næturvaktinni þá voru ítarlegar fréttir frá kl. 5 að morgni. 

Fréttamat RÚV í sjónvarpi er síðan einstakt ef borið er saman við aðrar fréttastofur sem ég fylgist með og satt að segja ekki boðlegt og hef ég þó tíða skoðun á dönskum, norskum, sænskum og  enskum fréttum sem og Euronews, RT og Al Jaseera. Fréttastofa RÚV ber af fyrir bull- rugl og einhliða fréttir, sem engum af virtari fréttastofum mundi til hugar koma á senda frá sér. 

Hversu lengi á þetta að ganga svona. Sjái menntamálaráðherra ekki ástæðu til aðgerða getum við  þá fengið að losna undan skylduáskrift að þessum miðli. Annað er skerðing mannréttinda.

 


Bloggfærslur 9. september 2017

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 379
  • Sl. sólarhring: 1021
  • Sl. viku: 6123
  • Frá upphafi: 2277874

Annað

  • Innlit í dag: 355
  • Innlit sl. viku: 5661
  • Gestir í dag: 348
  • IP-tölur í dag: 341

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband