Leita í fréttum mbl.is

Styðjum baráttu Kúrda fyrir sjálfstæði

Erdogan Tyrkjaforseti hefur gert innrás í Sýrland. Her Tyrkja ásamt hryðjuverkamönnum í Sýrlandi, sem Tyrkir styðja sækja nú að Kúrdum, en Tyrkjaher hefur í aðdraganda innrásarinnar verið með linnulausa stórskotahríð og loftárásir á borgir, þorp og bækistöðvar Kúrda.

Innrás Tyrkja er til að ganga milli bols og höfuðs á Kúrdum í Sýrlandi. Hvaða rétt hafa þeir til þess? Engan.

Hvaða rétt eiga þeir til að styðja hryðjuverkamenn í Sýrlandi og nota þá nú beint til óhæfuverka sinna gegn Kúrdum. Engan.

Kúrdar eru sérstök þjóð með eigin sögu og menningu og eiga rétt á því að staða þeirra sé virt í alþjóðasamfélaginu og þeir eigi þess kost að mynda sjálfstætt ríki á þeim svæðum þar sem Kúrdar eru í afgerandi meirihluta íbúa. Á þetta vilja Tyrkir og raunar fleiri einræðisstjórnir á svæðinu ekki hlusta. Tyrkir stunda kerfisbundnar ofsóknir gegn Kúrdíska minnihlutanum í Tyrklandi og sækja nú að Kúrdum utan landamæra Tyrklands og fara þar í bág við alþjóðalög.  

Komi Bandaríkjamenn Kúrdum ekki til aðstoðar í þessari stöðu sýna þeir að USA er vondur bandamaður. 

Hvað ef Tyrkir lenda í útistöðum við Rússa í þessu herhlaupi. Ætlar NATO þá og þar á meðal við að standa við bakið á Tyrkjum?

Tyrkir hvöttu til uppreisnar gegn stjórnvöldum í Sýrlandi og hafa stutt hryðjuverkafólk þar. Tyrkir stóðu í ábatasömum viðskiptum við ISIS og sáu til þess að þeim bærist liðsauki og félagar í ISIS ættu frjálsa för um Tyrkland allt til þess að slettist upp á vinskapinn. Vesturlönd ættu því að sýna Tyrkjum fullkomna andúð.

Við Íslendingar sem lítil þjóð, sem fékk sjálfstæði á þeim grundvelli að við værum sérstök þjóð með eigin menningu ættum að stilla okkur upp með Kúrdum, sem eru að berjast fyrir sjálfstæðri tilveru og viðurkenningu. Við ættum á alþjóðavettvangi að fordæma harðlega framferði Tyrkja og krefjst þess um leið að réttindi Kúrda verði virt. 

Oft hefur verið lítið tilefni til yfirlýsinga af hálfu utanríkisráðherra, en nú skiptir máli að hann láti í sér heyra og fordæmi Tyrklandsforseta og Tyrki fyrir innrás á frjálst og fullvalda ríki og hernað gegn Kúrdum.  


Bloggfærslur 21. janúar 2018

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 646
  • Sl. sólarhring: 1143
  • Sl. viku: 2176
  • Frá upphafi: 2293644

Annað

  • Innlit í dag: 589
  • Innlit sl. viku: 1980
  • Gestir í dag: 570
  • IP-tölur í dag: 558

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband