Leita í fréttum mbl.is

Einkavæðing skólastarfs í boði Dags B og félaga

Á undanförnum árum hefur ekkert orð verið jafn ógnvænlegt fyrir Samfylkingarfólk, VG og annað öfgavinstrifólk og "einkavæðing"

Heilbrigðisráðherra og fleiri úr þeirri hjörð hafa talið nauðsyn á að komið verði í veg fyrir frekari einkavæðingu heilbrigðis- og skólakerfis og snúið frá þeirri að þeirra mati háskalegu braut sem einkavæðing hefur í för með sér fyrir þjóðlíf og sálarheill landsmanna.

Mitt í þessu írafári gegn einkavæðingu semur Dagur B. Eggertsson og vinstri meirihlutinn í Reykjavík um víðtæka einkavæðingu kynlífsfræðslu í grunnskólum og leikskólum borgarinnar. Gerður var samningur við samtökin 78 um "hinsegin" kynlífsfræðslu í grunn- og leikskólum, fyrir börn sem eru ekki komin á kynþroskaaldur.

Erfitt er að sjá hvaða erindi hinsegin fræðsla eigi til barna, en e.t.v. liggja fyrir því einhverjar duldar ástæður svo sem skimun eftir því hjá ungbörnum hvort til þess geti komið að þau muni eiga í kynáttunarvanda þegar fram í sækir á lífsleiðinni. 

Fróðlegt verður að vita hvort áframhald verður á einkavæðingastefnu Dags B og félaga og t.d. að samið verði við þjóðkirkjuna um að annast um trúarbragðafræðslu í grunn- og leikskólum. Vafalaust gengur það ekki þar sem meirihlutinn í Reykjavík hefur með ráðum og dáð reynt að úthýsa kirkju og kristni úr skólum í Reykjavík. 

Fyrst nauðsyn þykir vera að kenna börnum sem ekki eru komin á kynþroskaaldur um kynlíf af samtökunum 78, þá veltir maður því fyrir sér hvað mín kynslóð þurfti að ganga í gegn um án allrar fræðslu í "hinsegin fræðum".

Ef til vill er það þess vegna sem vísað er til okkar sem "Baby Boomers" eða barnakynslóðin. 

Hætt er við að sú kynslóð sem nýtur fræðslu Samtakanna 78 og tileinkar sér hinsegin fræðin verði ekki þeirrar gæfu aðnjótandi. 


Bloggfærslur 26. janúar 2018

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 83
  • Sl. sólarhring: 84
  • Sl. viku: 2568
  • Frá upphafi: 2291551

Annað

  • Innlit í dag: 71
  • Innlit sl. viku: 2333
  • Gestir í dag: 58
  • IP-tölur í dag: 52

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband