Leita í fréttum mbl.is

Öryggi borgara í hættu vegna innflytjenda.

Eitt af því sem stjórn Angelu Merkel hefur reynt að gera frá því að hún tók þá ákvörðun að opna landamæri Evrópuríkja fyrir hælisleitendum - er að kæfa niður umræðu um afleiðingar þeirrar glórulausu ákvörðunar.

Samt sem áður hafa komið fréttir, sem sýna fram á að afleiðingar af óheillastefnu Merkel hafa leitt til þess að borgararnir eru í meiri hættu en áður. Svo alvarlegt er ástandið sem má ekki tala um, að gera þurfti sérstakar girðingar fyrir konur í Berlín til að þær gætu leitað þar skjóls vegna hættu á að þeim yrði nauðgað við hátíðarhöld á gamlárskvöld. 

Nú hefur verið birt fyrsta hlutlausa könnunin um aukningu glæpatíðni frá því að stefna Merkel í málefnum "hælisleitenda" náði fram að ganga. 

Niðurstaðan er sú að veruleg aukning varð á ofbeldisglæpum á árunum 2014-2016 í ríkinu Neðara Saxlandi þar sem könnunin var framkvæmd og hún talin marktæk fyrir Þýskaland í heild. Í frétt dagblaðsins Daily Telegraph af könnuninni segir að aukningin sé afleiðing af stefnu Angelu Merkel um að opna landamærin fyrir svonefndum flóttamönnum og hælisleitendur báru ábyrgð á 92% af aukningu ofbeldisglæpa eða nánast allri aukningunni. 

Athyglisverð er mjög há tíðni ofbeldisglæpa hælisleitenda frá Norðanverðri Afríku (Túnis, Marokkó, Alsír). Það er líka athyglisvert að ofbeldisglæpirnir beinast að stórum hluta að öðrum hælisleitendum. Samt sem áður veldur stefna Merkel því að almenningur í Þýskalandi er í auknum mæli þolendur ofbeldis.

Þetta eru staðreyndir sem allar ríkisstjórnir ættu að gaumgæfa. Ríkisstjórn Íslands hefur í raun tekið upp stefnu Angelu Merkel um nánast opin landamæri. Slík stefna hefur hvarvetna bitnað á borgurum þeirra landa sem henni fylgja. 

Ástæða er til að skora á ríkisstjórnina að taka þessi mál til málefnalegrar umræðu með hag þeirra sem búa í landinu fyrst og fremst að leiðarljósi og gaumgæfa hvort ekki sé betra að taka upp sömu stefnu í málefnum útlendinga og ríkisstjórn Sebastian Kurz í Austurríki hefur tekið upp. 

Komi til þess að ríkisstjórnin láti þessi mál reka á reiðanum eins og verið hefur þá lendum við fljótlega í verri vandamálum vegna hælisleitenda en Svíar, Norðmenn, Danir og Þjóðverjar vegna fámennis íslensku þjóðarinnar.

Fróðlegt að vita hvort ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins vilja fljóta áfram sofandi að feigðarósi í faðmi Vinstri grænna í þessum málum.


Bloggfærslur 5. janúar 2018

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 17
  • Sl. sólarhring: 120
  • Sl. viku: 4607
  • Frá upphafi: 2267751

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 4253
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband