Leita í fréttum mbl.is

Sendum utanríkisráðherra til Moskvu í kjölfar Matteo Salvini.

Íbúar og stjórnendur fyrirtækja víða á landsbyggðinni gera sér grein fyrir að refsiaðgerðir íslenskra stjórnvalda gegn Rússum kosta magar milljarða á ári. Ítrekað hefur verið farið fram á það að stjórnvöld hætti að troða illaskir við Rússa enda eigum við þeim ekki annað en allt gott upp að inna.

Fleiri þjóðir en við finna fyrir því að Evrópusambandið skuli halda fast við refsiaðgerðir gegn Rússum. Í gær hótaði Ítalía að beita neitunarvaldi gegn því að refsiaðgerðunum yrði haldið áfram.

Matteo Salvini innanríkisráðherra Ítalíu sagði í Moskvu í gær að refsiaðgerðirnar væru efnahagslegt, þjóðfélagslegt og menningarlegt brjálæði og gjörsamlega fráleitt og hefði kostað Ítali billjónir Evra. Salvini sagði auk þess, að hann treysti því að þeir væru nógu gáfaðir í Brussel til að skilja að þeir væru komnir of langt og snúa yrði til baka til góðra samskipta milli Ítalíu, Evrópusambandsins og Rússlands. 

Vel má vera að Salvini hafi rétt fyrir sér að þeir séu nógu gáfaðir í Brussel til að átta sig á villu síns vegar varðandi refsiaðgerðir gegn Rússum þó draga megi það í efa. Hitta er annað mál, að það væri sterkur leikur hjá ríkisstjórninni að senda nú utanríkisráðherra til Moskvu til að gefa svipaða yfirlýsingu og Salvini og tilkynna afdráttarlaust, að íslendingar drægju sig einhliða út úr öllum refsiaðgerðum gegn Rússum. 


Bloggfærslur 18. október 2018

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 791
  • Sl. sólarhring: 1030
  • Sl. viku: 2321
  • Frá upphafi: 2293789

Annað

  • Innlit í dag: 718
  • Innlit sl. viku: 2109
  • Gestir í dag: 686
  • IP-tölur í dag: 669

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband