Leita í fréttum mbl.is

Prinsinn fagri gekk of langt

Nýjasta fórnarlamb Me-too byltingarinnar er prinsinn fagri sem kyssti Þyrnirós og vakti hana af værum 100 ára svefni. Nútíma öfgakonur hafa komist að því að prinsinn hafi ekki fengið leyfi og sýnt sofandi konu ósæmilegt kynferðislegt áreiti.

Vafalaust hefur höfundur ævintýrisins um Þyrnirós aldrei látið sér til hugar koma, að prinsinn fagri yrði sekur fundinn um eitthvað ósæmilegt þegar hann í aðdáun sinni smellti kossi á varir Þyrnirósar. Þetta fallega ævintýri um Þyrnirós var ekki skrifað út frá kynrænum sjónarmiðum heldur sem fallegt ævintýr sem fær góðan enda, einmitt vegna þess að prinsinn fagri frelsar Þyrnirós úr álögum með því að kyssa hana.

Hefði prinsinn fagri ekki kysst Þyrnirós, þá svæfi hún enþá og þau hún og prinsinn hefðu ekki lifað hamingjusömu lífi það sem eftir var þeirra ævi eins og segir í ævintýrinu að þau hafi gert. 

Umræða sem þessi og fordæming á söguhetjum ævintýra eins og þessu er til þess fallin að draga athyglina frá ósæmilegu og jafnvel hrottafengnu áreiti sem margt fólk verður fyrir, en það er einmitt slík hegðun sem er fordæmanleg, en ekki eðlileg athygli og viðbrögð fólks varðandi hitt kynið. 

 


Bloggfærslur 19. október 2018

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 17
  • Sl. sólarhring: 1218
  • Sl. viku: 5761
  • Frá upphafi: 2277512

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 5323
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband