Leita í fréttum mbl.is

Tillögur hinnar "róttæku" verkalýðshreyfingar ganga ekki nógu langt

Sú var tíðin að Sjálfstæðisflokkurinn barðist hart gegn auknum ríkisútgjöldum og aukinni skattheimtu. Eftir að ríkisbáknið hefur þanist út m.a. vegna aðhaldsleysis Sjálfstæðisflokksins og þáttöku í velferðaryfirboðum hinna flokkanna, er skattheimtan á launafólk í landinu orðin óbærileg.

Sú var líka tíðin að verkalýðshreyfingin þrýsti á um félagsmálapakka og aðrar aðgerðir sem miðuðu að því að stækka ríkisbáknið og mæltu samhliða með aukinn skattheimtu því eitt leiddi af öðru. Nú krefst það sem er kallað hin "róttæka" verkalýðshreyfing að skattleysismörk verði hækkuð í rúmar 400 þúsundir, semsagt veruleg skattalækkun á launafólk í landinu.

Formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra finnur þessum hugmyndum verkalýðshreyfingarinnar allt til foráttu en setur ekki fram neinar hugmyndir um skattkerfisbreytingar eða sparnað. 

Ef eitthvað er þá ganga hugmyndir "róttæku" verkalýðsforustunar varðandi skattleysismörk ekki nógu og langt. Það á ekki að skattleggja tekjur undir 500 þúsund krónum. Er ekki kominn tími til að gefa launþegum sem enn nenna og geta unnið tækifæri til að njóta atvinnutekna sinna í ríkara mæli?

Væru skattleysismörk hækkuð í 500 þúsund krónur þá þyrfti ekki að eyða tímanum í að tala um frítekjumark ákveðinna hópa. Draga mundi úr svartri atvinnustarfsemi og aukinn hvati væri til þess hjá ýmsum að auka tekjur sínar, sem mundi leiða til aukinnar einkaneyslu en hluti þess mundi síðan renna í ríkissjóð í formi óbeinna skatta. Tekjuskerðing ríkisins yrði því mun minni en möppudýrin í fjármálaráðuneytinu segja fjármálaráðerra að raunin verði. 

Allt er þetta spurning um pólitískan vilja og grundvallarstefnu í pólitík. Vilji stjórnmálamenn draga úr bákninu þá er það hægur vandi þar sem að á það hefur verið hlaðið alla þessa öld og auðvelt að skera verulega niður. Bara bruðlið og óráðssían kostar laun þúsunda láglaunafólks.

Burt með báknið og burt með ofurskattana. Með því bætum við lífskjör í landinu og gerum ungu fólki auðveldara að hasla sér völl í þjóðfélaginu verða eignafólk. 

En því miður virðast þeir sem helst ættu að mæla fyrir sparnaði og ráðdeild í ríkisbúskapnum vilja einhenda sér í aukna samneyslu og gæluverkefni í stórum stíl á kostnað skattgreiðenda og eru því orðnir hluti af því sósíalska kerfi ánauðar og ofurskattheimtu sem dregur mátt úr þjóðinni. 

Við það er ekki hægt að una.


Bloggfærslur 23. október 2018

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 885
  • Sl. sólarhring: 963
  • Sl. viku: 2415
  • Frá upphafi: 2293883

Annað

  • Innlit í dag: 797
  • Innlit sl. viku: 2188
  • Gestir í dag: 755
  • IP-tölur í dag: 737

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband