Leita í fréttum mbl.is

Forsætisráðherra boðar lakari lífskjör

Á fundi VG og verkalýðshreyfingarinnar í dag var athyglisvert að heyra, að forsætisráðherra segir að hagvaxtarstefnan sé að líða undir lok og horfa þyrfti til jafnvægis umhverfisþátta, efnahagsþátta og félagslegra þátta. Þá sagði forsætisráðherra að við gerð kjarasamninga þyrfti að hafa í huga hvernig ætti að takast á við loftslagsbreytingar.

Boðskapur forsætisráðherra er athyglisverður. Boðuð eru versnandi lífskjör og efnahagskerfinu sem hefur bætt lífskjörin hvar sem er í heiminum er hafnað. Hugmyndafræði frjálsrar samkeppni og hagvaxtar er úrelt að mati forsætisráðherra. Nú skal takast á við loftslagsbreytingar og launþegar verða að axla ábyrgð á því og þola versnandi lífskjör þar sem að hagvaxtarstefnan hefur runnið sitt skeið á enda. 

Í fréttum af fundinum kemur ekki fram hvernig verkalýðsleiðtogarnir tóku þessum heimspekilegu vangaveltum forsætisráðherra, en miðað við það sem sagt er af ræðu formanns Eflingar þá rímar hún ekki við stöðnunarhjal forsætisráðherra. Sólveig sagði að samið yrðu um krónur og aura og af sjálfu leiðir að fleiri krónur og aurar koma ekki í launaumslag launþega nema fylgt sé stefnu hagvaxtar. Svo einfalt er það. 

Vinstri Græn þurfa að útfæra þá stefnu sem er að taka við af hagvaxtarstefnunni að mati formanns þeirra. Einkum verður  fróðlegt að fá að vita með hvaða hætti VG sér að hægt sé að bæta stöðu fólksins í landinu með stefnu stöðunar, minnkandi framleiðslu, auknum sköttum og ríkisstyrktu grænu hagkerfi. 

Fróðlegt væri einnig að fá að vita hvort verkalýðsleiðtogunum, sem hlustuðu á þennan boðskap forsætisráðherra hafi fundið einhvern samhljóm með skoðunum hennar og séu tilbúnir til að sætta sig við að félagsmenn þeirra þurfi að búa sig undir versnandi lífskjör í framtíðinni. 


Bloggfærslur 17. nóvember 2018

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 33
  • Sl. sólarhring: 70
  • Sl. viku: 886
  • Frá upphafi: 2291652

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 784
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband