Leita í fréttum mbl.is

Gagnrýni refsiverð

Samningurinn um réttindi innflytjenda, sem íslenska ríkisstjórnin ætlar að undirrita á morgun fyrir Íslands hönd felur í sér, að gagnrýni á fólksflutninga sé glæpsamleg. Sú stefnumörkun ein hefði átt að leiða til þess, að ríkisstjórnir lýðræðisríkja segðu nei við getum ekki samþykkt þetta. 

Fleira kemur til. Samningurinn felur í sér yfirlýsingar, sem veikja þjóðleg landamæri og lýsir fjölda innflutning á fólki eðlilegan. Línan á milli þess hvað er löglegur innflytjandi og ólöglegur er ómarkviss.

Engin í hinum vestræna heimi bað um svona samning. Þetta er samningur, sem stjórnmálaelítan hefur sýslað með og tilraun Sameinuðu þjóðanna til að ná til sín enn meiri völdum í þessum málum.

Nánast hvergi í Evrópuríkjum hefur samningurinn verið til umræðu og fólk í Evrópu vissi ekki af honum fyrr en kom að því að undirrita samninginn. Þar sem umræða hefur orðið um hann í framhaldi hefur það leitt til þess að ríki hafa neitað að undirrita hann eða hann hefur valdið pólitískri ólgu og deilum. 

Hér á landi var þess vandlega gætt, að engin pólitísk umræða færi fram um samninginn. Sú skoðun hefur verið sett fram til að réttlæta þetta, að samningurinn sé viljayfirlýsing og ekki bindandi og það eigi að ræða hann frekar á þingi Sameinuðu þjóðanna. Þetta er ómerkilegt yfirklór og ekki sæmandi fólki sem telur sig vera lýðræðissinna. 

Þegar samningurinn hefur verið undirritaður og pólitíska elítan hefur einu sinni enn náð að kúga borgara Evrópu, mun hann fara í farveg elítunnar hjá Sameinuðu þjóðunum og ljóst að yfirstjórn Sameinuðu þjóðanna er mikið í mun að hann verði samþykktur. Það verður ekki gefinn neinn kostur á því að nokkur vitræn pólitísk umræða fari fram um samninginn þá frekar en nú. Almenningur í Evrópu á ekki fulltrúa á þingi Sameinuðu þjóðanna. Þar ríkir alþjóðlega pólitíska elítan nánast öll eins og snýtt út úr sama nefinu.

Undirritun Íslands á morgun þýðir að pólitísk elíta landsins telur ekki þörf á að tala við fólkið í landinu um mikilvæg þjóðréttindi landsins og með hvaða hætti móta eigi framtíðarsýn fyrir landið. 

Rikisstjórnarfokkarnir, sem bera ábyrgð á þessu hafa í raun sagt sig frá því að vera marktækir lýðræðisflokkar og gæta hagsmuna íslensku þjóðarinnar.

Þeir eru ekki að setja hagsmuni Íslands í fyrsta sæti. 


Bloggfærslur 10. desember 2018

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 587
  • Sl. sólarhring: 630
  • Sl. viku: 2973
  • Frá upphafi: 2294524

Annað

  • Innlit í dag: 547
  • Innlit sl. viku: 2714
  • Gestir í dag: 520
  • IP-tölur í dag: 504

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband