Leita í fréttum mbl.is

Mainstream stjórnmálaflokkar, fasistar og pópúlistar

Eiríkur Bergmann kennari og Samfylkingarmaður var enn einu sinni fengin sem fréttaskýrandi til að fara yfir ítölsku kosningarnar. 

Stjórnmálafræðiprófessornum var eins og svo oft áður tíðrætt um pópúlískar og fasískar hreyfingar, sem hann skilgreindi sem ruslflokk stjórnmálanna sem væru á móti því sem prófessorinn kallar "the mainstream flokkum" eða flokkum sem styðjast við ríkjandi viðhorf, meirihlutaflokkum. 

Í yfirferð sinni tókst prófessornum að tala um Norður Bandalagið sem fasískan flokk og ásamt 5 stjörnu hreyfinunni báða sem pópúlíska flokka og í andstöðu við mainstream prófessorsins. 

Það sem þeir flokkar eiga sameiginlegt sem prófessorinn kallar pópúlíska og fasíska er að þeir eru á móti ríkjandi innflytjendastefnu og hafa efasemdir um Evrópusambandið og evruna. Það virðist í huga prófessorsins vera nóg til að flokkar verðskuldi þá skilgreiningu hans að vera pópúlíska og jafnvel fasíska. 

Nú er það svo að 5 stjörnu hreyfingin og Liga Nord unnu um helming atkvæða og gætu myndað ríkisstjórn saman. Eru þeir þá ekki samkvæmt eðlilegri orðaskýringu "mainstream" eða meirihlutaflokkar. Einhver mundi segja að með því að kunna skil á einfaldri samlagningu og frádrætti þá kæmist fólk að rökréttari niðurstöðu en prófessorinn kemst að með sinni flóknu sósíalísku nálgun.

Sú skoðun að vilja breyta Evrópusambandinu, fara úr Evrópusambandinu og takmarka aðgengi innflytjenda að löndum eru eðlilegar pólitískar skoðanir, sem allar eiga rétt á sér ekkert síður en hjónabönd samkynhneigðra eða velferðarkerfið. Þeir sem hafa aðra skoðun en sósíalistarnir á Evrópusambandinu og innflytjendamálum verða ekki við það hægri öfgafólk eða pópúlistar. Það fólk er fólk sem hefur skoðanir sem eru aðrar en sósíalistarnir og þær skoðanir eiga jafn mikinn rétt á sér og það án merkimiða og uppnefninga eins og sósíalisminn sem raunar er sú pólitíska stefna, sem hefur misheppnast hvað hrapalegast frá lokum síðara heimsstríðs. 

Það er mál til komið að sósíalistar eins og Eiríkur Bergman átti sig á að þeir eru ekki mainstream og síður en svo merkilegri en það fólk sem er á móti Evrópusambandinu, Evrunni og óheftu aðgengi innflytjenda. 


Bloggfærslur 6. mars 2018

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 69
  • Sl. viku: 855
  • Frá upphafi: 2291621

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 754
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband