Leita í fréttum mbl.is

Trump, Obama og skoðanakannanir

Vinsældir Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa þokast upp á við í síðustu skoðanakönnunum, en engin fjölmiðill hér á landi sér ástæðu til að birta þær niðurstöður. 

Í Daily Telegraph þ.4 mars s.l. var sagt frá því að Trump væri vinsælli en Barack Obama forveri hans var á sama tíma í forsetatíð sinni. Þá eru mun fleiri Bandaríkjamenn sem telja landið vera á réttri leið en þeir sem töldu svo vera í forsetatíð Obama. Samt sem áður telja færri landið vera á réttri leið en þeir sem styðja Trump. Ekkert af þessu er að sjálfsögðu fréttnæmt hér á landi. 

Blaðið telur að eitt af því sem geri kjósendur ánægðari með Trump en áður séu breytingar á skattalögum og fólkið sjái,að það hafi meira á milli handanna. Skattalækkanir Trump lækka nefnilega líka skatta vinnandi fólks, þó okkur hafi stöðugt verið færðar þær fréttir að þær væru eingöngu fyrir þá ofurríku og stórfyrirtæki. 

Því miður virðist Donald Trump ekki hafa hugmyndafræðilega kjölfestu eins og raunar er reyndin með 57 þingmenn af 63 á Alþingi í dag. Það gerir að verkum að hann er lítt útreiknanlegur og hætta getur verið á að hann eigi erfitt með að átta sig á leiðum og markmiðum. 

Vegna þess að Donald Trump skortir hugmyndafræðilega sýn á gildi frjáls markaðshagkerfis, hefur honum dottið í hug að setja verndartolla á innflutt stál og álúmínum.

Þeir sem halda að verndartollar séu lausn á vanda Bandaríkjanna (og þess vegna Íslands) munu fá að finna fyrir afleiðingum slíkrar verndarstefnu þar sem vöruverð hækkar og iðulega lækka gæði í leiðinni. Nái þessi stefna Trump fram að ganga. munu Bandaríkjamenn fá dýra kennslu í grunnatriðum varðandi höft, samkeppnishömlur og væntanlega komast að því sama og gerðist fyrir tæpum 80 árum að frjáls viðskipti eru hagfelld fyrir neytendur en haftastefna og ofurtollar óhagfelld.

Vinsældir Trump jukust vegna þess að fólk sá að það hefur það betra vegna aðgerða hans. Þær vinsældir geta auðveldlega þurrkast út þegar fólk finnur fyrir afleiðinum verndartollana sem munu hækka vöruverð verulega m.a. verð á einni brýnustu neysluvöru Bandaríkjamanna bifreiðum.  


Bloggfærslur 8. mars 2018

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 520
  • Sl. sólarhring: 919
  • Sl. viku: 6264
  • Frá upphafi: 2278015

Annað

  • Innlit í dag: 473
  • Innlit sl. viku: 5779
  • Gestir í dag: 458
  • IP-tölur í dag: 446

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband