Leita í fréttum mbl.is

Teboð hjá Trump

Í gær var Emírinn og einræðisherra ríkisins Qatar. Emir Sheikh Tamim bin Hamad Al-Thani í teboði í Hvíta húsinu í Washington DC í boði Donald Trump. Trump sagði að emírinn væri sérstakur vinur sinn. Á sama tíma hótaði hann Rússum og Sýrlendingum öllu illu vegna meintrar eiturefnaárásar og hryðjuverkastarfsemi. 

Nú vil svo til, að ríki sem eiga landamæri að Qatar, Saudi Arabí og  Sameinuðu Arabísku furstadæmin hafa auk, Yemen og Egyptalands sett Qatar í bann fyrir að styðja við bakið á hryðjuverkahópum bæði fjárhagslega og með því að selja þeim vopn og vistir. Það aftrar ekki Donald Trump að tengjast honum vináttuböndum.

Ítrekað hefur komið í ljós, að Qatar hefur stutt við hryðjuverkahópa bæði fárhagslega og með því að selja þeim og/eða leyfa vopnum og vistum að komast til þeirra. Hryðjuverkahópar, sem eru sérstaklega nefndir í því sambandi eru Hamas, Isis og Jabhat Al Nusra. 

Þrátt fyrir þetta býður Trump emírnum frá Qatar í te og lofar hann fyrir baráttu gegn hryðjuverkum og kallar hann sérstakan vin sinn. Skyldi hann ekki vita um stuðning Qatar við hryðjuverkastarfsemi? 

Vandamál Donald Trump er að hann hefur enga hugmyndafræðilega kjölfestu eða sýn á nauðsynlegar breytingar á bandarískri utanríkisstefnu. Þess vegna tollir starfsfólk illa hjá honum vegna þess að það veit ekki hvað snýr upp og hvað snýr niður frá degi til dags. 

Bandaríkjaforsetar skila ekki góðu verki nema hafa úrvalsstarfslið. Það hefur Donald Trump ekki. Það er engin von til þess að stjórnmálamaður sem hefur það eitt til málanna að leggja að tísta af og til um stjórnmálin geti komið miklu vitrænu til leiðar. 

Ég batt vonir við, að með komu Donald Trump þá væri hægt að koma utanríkisstefnu Bandaríkjanna úr þeirri klemmu sem hún hefur verið í alla þessa öld. En Trump er á fleygiferð í að gera hlutina verri og er þá langt til jafnað.  

Forsenda þess, að Bandaríkin verði "great again" er að þau virkji dugnað og áræði fólksins í landinu til framfara en séu ekki með hundruðir þúsunda ríkisstarfsmanna á launum við að herja í löndum sem þeim koma ekkert við án takmarks eða tilgangs. 


Bloggfærslur 11. apríl 2018

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 1662
  • Frá upphafi: 2291552

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1491
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband