Leita í fréttum mbl.is

Jógúrt eða Kóka Kóla

Kóka Kóla er ekki talið til hollustuvara og er það ekki. Sykurmagn í Kóka Kóla er himinhátt. Jógúrt er aftur á móti talið til hollustuvara, en allt of fáir vita að sykurmagn í Jógúrt er iðulega hærra en í Kóka Kóla.

Foreldrar sem troða Jógúrt ofan í börnin sín vita sjaldnast um að oftar en ekki er um stórskaðlega næringu að ræða með litlu næringargildi.

Í nýlegri könnun sem gerð var í Bretlandi kemur í ljós, að aðeins grísk jógúrt og hrein jógúrt(natural)eru með lítinn sykur. Öll önnur jógúrt er hásykruð fæða, sem inniheldur iðulega helming af ráðlögðum dagsskammti sykurs.

Það er litið á jógurt sem heilsuvöru mun frekar en ávaxtasafa og sykraða gosdrykki, en staðreyndir úr könnuninni sýna að jógúrtin er iðulega sínu verst.

Hér á landi eru sykraðar mjölkurvörur afar vinsælar og hætt er við að við sláum jafnvel Breta út hvað varðar ofboðssykrun mjólkurvara. Væri ekki ráð, að kanna þetta hér á landi með sama hætti og í Bretlandi.

Það er út af einhverju, sem við erum orðin feitasta þjóð í Evrópu og þar kemur fleira til en ofboðssykruð jógúrt.  


Bloggfærslur 19. september 2018

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 21
  • Sl. sólarhring: 72
  • Sl. viku: 874
  • Frá upphafi: 2291640

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 773
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband