Leita í fréttum mbl.is

Karl Marx Stadt sama sem Chemnitz lygi og sannleikur

Einu sinni var borg í Þýsklandi sem hét Karl Marx Stadt. Hún var fyrirmyndarborg og til sýnis í hinu Kommúníska Austur-Þýskalandi.  Nú heitir hún Chemnitz og þar hafa hópar venjulegra Þjóðverja mótmælt undanfarna daga, morðum og nauðgunum sem innflytjendur eru sekir um. Í frásögn helstu fréttamiðla eru mótmælendur kallaðir hægri öfgamenn, yst til hægri eða nasistar. Sannleikurinn er sá að einhverjir slíkir eru í hópnum, en þeir eru minnihluti mótmælendanna.

Þýskur maður var myrtur fyrir nokkrum dögum í borginni Chemnitz og það er kveikjan að mótmælunum. Í ljós kom að innflytjendur frá Írak og Sýrlandi eru grunaðir um morðið og reiði fjölmiðla og yfirvalda beindist að fangaverði sem sagði frá þjóðerni þeirra. Af hverju mátti ekki segja frá því?

Þjóðverjinn sem var myrtur hét Daniel Hillig 35 ára trésmiður. Fjölmiðlar hamast við að segja frá því að hann sé Þjóðverji af kúbönskum ættu. Allt í einu skipti það máli. Af hverju? Faðir hans er þýskur og móðirinn frá Kúbu. Er hann þá ekki Þjóðverji með sama hætti og maður sem er íslenskur ríkisborgari og á íslenskan föður og sómalska móður er hann ekki íslenskur. Ef hann er drepinn af innflytjendum verður hann þá allt í einu íslenskur sómali? Í stað þess að vera bara Íslendingur? Af hverju finnst þjóðarfréttastofum svona mikilvægt að tönnlast á því að hinn myrti hafi ekki verið "alvöru Þjóðverji"? 

Sögusagnir hafa verið á kreiki, hvað hafi valdið því að innflytjendurnir myrtu Hillig. Sumir segja þetta ránsmorð. Aðrir að hann hafi lent í deilum við innflytjendurna og enn aðrir að hann hafi verið að hjálpa konu sem innflytjendurnir höfðu ráðist á. Lögreglan segir ekki neitt utan þess að mótmæla því að hann hafi komið konu til hjálpar. Því miður treysta Þjóðverjar ekki lengur því sem lögreglan segir þegar kemur að innflytjendum því að hún hefur ítrekað verið afhjúpuð fyrir að ljúga til um staðreyndir mála eins og t.d. um fjöldanauðganirnar í Köln á nýársnótt fyrir nokkrum árum.  

Í blaðinu Daily Telegraph í dag segir að reiðin í Chemnitz sé ósvikin og haft er eftir íbúum, að hægri öfgafólk sé að reyna að stela mótmælunum. Pressan hjálpar þeim alla vega vel við það. 

Í mótmælagöngu í gær báru allmargir göngumenn myndir af Þjóðverjum sem höfðu verið myrtir eða nauðgað af innflytjendum. Sá hópur er stór og yfirvöld hafa reynt hvað þau geta til að ljúga til um þann veruleika sem þjóðin stendur frammi fyrir eftir asnaspark Angelu Merkel þegar hún opnaði landamærin árið 2015. Lygin og yfirhilmingin er til að koma í veg fyrir opnar raunhæfar umræður um vandamálið. Yfirvöld vonast greinilega til þess, að takist vel að hilma yfir glæpi innflytjenda, að þá hverfi vandamálið. 

Það hefur ekki verið reynslan nokkurs staðar í veröldinni. En afleiðingarnar því miður þær, að viðbrögðin verða að lokum ofsafengnari og öfgakenndari en þau hefðu orðið ef eðlileg umræða og stefnumótun ætti sér stað. 

Það er dæmigert fyrir strútshátt þeirra sem vilja opin landamæri eða verja innflytjendastefnuna í Evrópu þ.m.t. á Íslandi að segja að verið sé að búa til ógn sem sé ekki fyrir hendi sbr. Eiríkur Bergman sérfræðing í sósíalískri analýsu á pólítík. Myndirnar af Þjóðverjum sem hafa fallið í valinn eða verið nauðgað af innflytjendum til Þýskalands bera því hins vegar vitni að ógnin er raunveruleg. Hún verður enn verri meðan yfirvöld hilma yfir og ljúga að borgurunum. Slík viðbrögð yfirvalda er besta leiðin til að fæða af sér öfgar. 

Af hverju mega staðreyndirnar ekki koma í dagsljósið? Af hverju má ekki ræða þessi mál? Af hveru eru útgjöld vegna innflytjenda hér á landi falin eins vandlega og mögulegt er og allt reynt til að koma í veg fyrir alvöru umræður um málið? 

Heldur virkilega einhver að það sé til farsældar fallið?


Bloggfærslur 2. september 2018

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 600
  • Sl. sólarhring: 626
  • Sl. viku: 2986
  • Frá upphafi: 2294537

Annað

  • Innlit í dag: 557
  • Innlit sl. viku: 2724
  • Gestir í dag: 528
  • IP-tölur í dag: 511

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband