Leita í fréttum mbl.is

Huglæg þráhyggja og forræðishyggja

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur verið haldinn þeirri huglægu þráhyggju, að Borgarlínan svokallaða mun leysa allan vanda í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Nú hefur Dagur eignast samherja í þessari þráhyggju, en það er Helga Vala Helgadóttir alþingiskona.

Í grein sem Helga Vala skrifar í Morgunblaðið þ.21.september s.l. fjallar hún um stórátak ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og segir að stinga megi "þessu stórátaki í loftslagsmálum strax ofan í skúffu og stimplað, falleg orð á blaði, en lítið í verki" Ég vona að hún hafi rétt fyrri sér.

Ástæða þess að Helga Vala kemst að þessari niðurstöðu varðandi stórátakið í loftslagsmálunum er sú, að ríkisstjórnin hugsar ekki um það mikilvæga skref að fækka einkabílum á götum borgarinnar. Eins og Dagur hefur hamast við að reyna að gera með litlum árangri.

Þau Dagur og Helga Vala eiga það sameiginlegt að vilja hafa vit fyrir fólki og segja því hvernig það á að hegða sér og ganga iðulega langt í forræðishyggjunni. Að þeirra mati er vont að fólk skuli aka um á einkabílum. 

Nú er það svo að furðufyrirbrigði ríkisstjórnarinnar um stórátak í loftslagsmálum tekur forræðishyggju Helgu Völu og Dags fram að nokkru leyti. Skv. áætluninni á að banna fólki að kaupa og nota bíla sem brenna jarðefnaeldsneyti. En það er ekki nóg að mati Helgu Völu enn frekari tálmanir skulu lagðir í götu einkabílsins og þá er það Borgarlínan sem leysir allan vanda. 

Í bið eftir Borgarlínunni mega síðan íbúar höfuðborgarsvæðisins norpa í kulda og norðangarra af því að það er gott að ferðast með þessum nýmóðins strætó og þetta forræðishyggjufólk nú í öllum flokkum telur að Borgararnir séu þess ekki umkomnir að velja sjálfir með hvaða hætti þeir telja hentugast að komast milli staða. 

En jafnvel þetta er ekki nóg fyrir Helgu Völu lengra skal haldið. Spurningin er hvort hún skrifar næst pistil um að allir skuli neyddir til að borða skv. matseðli frá Lýðheilsustöð ríkisins.


Bloggfærslur 22. september 2018

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 903
  • Sl. viku: 2399
  • Frá upphafi: 2293950

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 2180
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband