Leita í fréttum mbl.is

WOW og lánastarfsemi Isavia. Hver vissi hvað?

Fyrir nokkru flaug vélin, sem Isavia ohf hafði tekið sem tryggingu fyrir skuldum WOW af landi brott. Isavia hefur því enga tryggingu lengur fyrir milljarða óheimilum lánveitingum.

Af þessu tilefni vakna nokkrar spurningar.

Í fyrsta lagi hver tók ákvörðun um stórfelldar óheimilar lánveitingar Isavia til WOW air? 

Í öðru lagi vissu ráðherrar fjármála og samgöngumála af þessum óheimilu lánveitingum og voru þeir með í ráðum varðandi málið?

Í þriðja lagi, hver tók ákvörðun um þann fáránleika sem tryggingartaka í flugvél þriðja aðila ALC fyrir skuldum WOW var? 

Vert er að benda á að hlutverk Isavia er ekki lánastarfsemi og þessvegna er brýnt að fá allar upplýsingar um það hverjir komu að þessu máli og hvort ráðherrar í ríkisstjórninni voru hafðir með í ráðum um þetta löglausa atferli stjórnenda Isavia?

Iðulega hefur verið minna tilefni til að Umboðsmaður Alþingis hæfi frumkvæðisrannsókn. Hvað gerir hann nú?


Bloggfærslur 19. júlí 2019

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 1663
  • Frá upphafi: 2291553

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1492
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband