Leita í fréttum mbl.is

Óbilgjarn, tækifærissinnaður hentistefnumaður og pópúlisti.

Venjan er sú þegar nýr leiðtogi er kosinn í pólitík að hann er boðinn velkominn til starfa. Boris Johnson nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins var kjörinn nýr formaður flokksins með nokkrum yfirburðum. Afstaða hans til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hefur legið fyrir og hann var einn helsti leiðtogi þeirra sem borðust fyrir útgöngu Breta í þjóðaratkvæðagreiðslunni um málið.

Theresa May fráfarandi formaður og forsætisráðherra gat ekki klárað Brexit m.a. vegna undirróðursstarfsem Evrópusinna í eigin þingflokki,óbilgjarnrar afstöðu leiðtoga Evrópusambandsins og þess að hún var ekki tilbúin til að taka Bretland út úr Evrópusambandinu án samnings. 

Nýr leiðtogi hefur skýra stefnu í þessum málum. Hann gerir Brexit að forgangsmáli og hefur marglýst því yfir að Bretlandi fari úr Evrópusambandinu á tilsettum tíma með eða án samnings. 

Þess er ekki að vænta að leiðtogar Evrópusambandsins muni vera með miklar tilslakanir ef þá nokkrar gagnvart Bretum og það reyni þá á að Boris Johnson taki Breta úr Evrópusambandinu án samnings. Verði ekki þingmeirihluti fyrir því á hann ekki annarra kosta völ en efna til þingkosninga þar sem hart yrði deilt um þetta mál. 

Boris Johnson hefur verið samkvæmur sjálfum sér í baráttunni gegn veru Bretlands í Evrópusambandinu. Hann er ekki nýgræðingur í breskum stjórnmálum og hefur hingað til fengið þann dóm að vera einarður og rökfastur og öfgalaus stjórnmálamaður. 

Miðað við sögu Boris Johnson í pólitík þá er það með nokkrum eindæmum, að leiðarahöfundur Fréttablaðsins skuli finna honum allt til foráttu og gefa honum þá samandregnu einkun að hann sé óbilgjarn tækifærissinnaður hentistefnumaður og pópúlisti. Leiðarahöfundur sýnir það enn einu sinni að hún telur alla sem henni eru ósammála í afstöðunni til Evrópusambandsins vera þeirrar gerðar sem hún lýsir Boris Johnson. Málefnaleg afstaða er það ekki, en sýnir því miður það ofstæki sem sumir Evrópusinnar eru haldnir þegar kemur að umræðum um kosti og ókosti Evrópusambandsins.


Bloggfærslur 24. júlí 2019

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1078
  • Sl. sólarhring: 1261
  • Sl. viku: 6723
  • Frá upphafi: 2277361

Annað

  • Innlit í dag: 1012
  • Innlit sl. viku: 6250
  • Gestir í dag: 951
  • IP-tölur í dag: 924

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband