Leita í fréttum mbl.is

Vísitölur og neytendur

Sumir hlutir eiga sér lengri lífdaga en nokkur skynsemi er til. Þannig mun enn vera embættismaður í Bretlandi sem hefur það hlutverek að skyggnast um eftir því hvort landinu stafi hætta af Flotanum ósigrandi, en sá floti leið undir lok á 17.öld.

Sama er að segja um vísitölubindingu lána á Íslandi. Ekki verður séð að það sé lengur brýnni þörf hér á landi að vísitölubinda lán, en í öðrum Evrópulöndum, en vísitölubinding neytendalána eru ekki fyrir hendi í Evrópu nema hér. 

Þrátt fyrir loforð stjórnmálamanna um að koma vísitölubundnum neytendlánum fyrir kattarnef þá hefur það ekki gerst. Þá hefur sumum dottið í hug að það væri þá rétt að breyta grundvelli vísitölunnar og taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni. Allar slíkar breytingar eru hæpnar nema fyrir því liggi ótvíræð rök, að þetta eigi ekki lengur heima í neysluvísitölunni. 

Húsnæði er stór liður neysluvísitölu og því fráleitt að taka þann lið sérstaklega út úr vísitölu neysluverðs til verðtryggingar lána. Núna kemur í ljós,að það hefði verið slæmt að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni vegna þess að litlar hækkanir á húsnæði síðustu misserin draga úr hækkun lána vegna hækkana á aðfluttum vörum vegna veikingar á gengi krónunnar. 

Það hefði því verið í meira lagi gegn hagsmunum neytenda, að breyta grundvelli vísitölutryggingarinnar að þessu leyti. 

En aðalatriðið er samt, að það er nauðsynlegt að við bjóðum íslenskum borgurum upp á sömu lánakjör og tíðkast í nágrannalöndum okkar. Það er óafsakanlegt að ár eftir ár og áratugi eftir áratugi skuli íslenskir neytendur þurfa að búa við lána- og vaxtaokur sem hvergi er til í okkar heimshluta nema hér. 

Meðan stjórnmálamenn líta ekki á það sem forgangsatriði að sinna hagsmunum íslenskra neytenda þá verður vaxtaokrið áfram og í framhaldi af því ofurlaun æðstu stjórnenda bankana. Ofurlaun sem engin þjóðhagsleg innistæða er fyrir.

 

 

 


Bloggfærslur 23. ágúst 2019

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 393
  • Sl. sólarhring: 1005
  • Sl. viku: 6137
  • Frá upphafi: 2277888

Annað

  • Innlit í dag: 367
  • Innlit sl. viku: 5673
  • Gestir í dag: 360
  • IP-tölur í dag: 352

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband