Leita í fréttum mbl.is

Mannréttindi eða hatursorðræða

Á sama tíma og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu getur ekki sinnt kærum almennra borgara á afbrotum gegn þeim, er sérstök áhersla lögð á að rannsaka og ákæra vegna meintrar hatursorðræðu og er það nánast einskorðað við að fólk tali gegn Múhameðstrú.

Grundvallarregla í lýðræðislegu samfélagi er að fólk hafi fullt tjáningarfrelsi, en sé ábyrgt orða sinna.

Dómstólar hafa í auknum mæli takmarkað æruvernd einstaklinga en aukið æruvernd samtaka og hugmynda. Vægast sagt sérkennileg þróun. Hvaða ástæða er til að auka æruvernd hugmynda sem njóta stuðnings hundruða milljóna eða milljarða manna? Alla vega gildir það þó ekki um kristna trú eða þá sem játa hana. Kristinni trú má hallmæla og það má gera grín að henni algjörlega refsilaust, en annað gildir um Múhameðstrú. Það má t.d. ekki segja opinberlega sannleikann um Múhameð spámann. 

Emanuel Macron vill gera það refsivert að tala gegn meintri hnattrænni hlýnun af mannavöldum og telur það hatursorðræðu. Sú hugmynd hans ætti að leiða til þess að samtök andfasista héldu aðalfund í París til að mótmæla auknum fasískum tilhneigingum forseta Frakklands, en það gera þau ekki af því að slík samtök eru í raun ekki andfasísk. 

Í lýðræðisríki á fólk að hafa þau mannréttindi að geta sagt opinberlega að því líki ekki við eða sé á móti tilteknum stjórnmálamönnum, hugmyndum, hugmyndafræði og trúarbrögðum t.d. Donald Trump, nasisma eða Múhameðstrú. Það er ekki hatur heldur liður í eðlilegri lýðræðislegri umræðu. Borgarar lýðræðisríkja eiga að njóta þeirra mannréttinda að mega tala gegn hvaða hugmyndafræði eða trúarbrögðum sem er og gera grína að þeim líka.

Handhafar réttrúnaðar hatursorðræðu hugmyndafræðinnar hafa ekki áttað sig á því að það að vera á móti hugmyndum og hugmyndafræði, stjórnmálamönnum eða trúarbrögðum felur sjaldnast í sér hatur á fólki heldur andstöðu við hugmyndir, sem fólk telur geta valdið skaða eða gert líf þeirra verra. Lýðræðisleg mannréttindi borgaranna ná til þess, annars eru sett þau takmörk á frjálsa umræðu að skrefið til ritskoðunar og afnáms tjáningarfrelsis verður þá minna og minna skref að taka. 


Bloggfærslur 26. ágúst 2019

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 67
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 1728
  • Frá upphafi: 2291618

Annað

  • Innlit í dag: 63
  • Innlit sl. viku: 1553
  • Gestir í dag: 54
  • IP-tölur í dag: 53

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband