Leita í fréttum mbl.is

En samt er neyðarástand- eða hvað?

Trausti Jónsson veðurfræðingur upplýsir á bloggi sínu í gær, að nýliðinn ágústmánuður hafi verið sá kaldasti á landinu frá árinu 1993. Þá segir hann að sumarið í sumar sé að meðaltali 0.1 gráðu fyrir neðan meðalhita síðustu 10 ára. 

Nú er það svo að íbúar Suðvesturlands telja sumarið í sumar væntanlega besta sumar sem þeir hafa upplifað. En misskipt hefur verið veðurfarsins gæðum. Kuldanepja víða á norðvestan og norðanverðu landinu í sumar leiðir til þess að meðalhitinn á landinu er lægri en undanfarin 26 ár.

Í lok síðasta árs komu mælingar opinberra aðila, sem sýndu að jöklar landsins höfðu stækkað. 

Þessar staðreyndir ríma illa við fullyrðingar um hamfarahlýnun og neyðarástand vegna þess. 

Fréttastofur hamast við að færa okkur fréttir af meintri hamfarahlýnun í Evrópu þegar ný hitamet eru sett og greina frá hvílíkt ógnarmagn af Grænlandsjökli sé að bráðna. Hefðbundnir stjórnmálamenn krefjast aðgerða í formi aukinna ríkisafskipta, hækkaðs vöruverðs og skattlagningar á alþýðu manna. 

Fréttastofur greina hinsvegar ekki frá því að álíka ógnarmagn af ís bætist við Grænlandsjökul ár hvert og sumarið í heild í Evrópu er ekkert óvenjulega hlýtt miðað við mælingar utan stórborga þar sem mælingar eðli máls samkvæmt verða ónákvæmar og misvísandi.

Þrátt fyrir þetta skal áfram haldið í að skattpína landslýð og selja aflátsbréf kolefnajöfnunar vegna meintrar hamfarahlýnunar og neyðarástands sem er meiri í orði en á borði og halda því að börnum að jörðin sé að farast og grípa verði ekki gripið til ofsafenginna aðgerða og verulegrar lífskjaraskerðingar þegar í stað. 


Bloggfærslur 1. september 2019

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 531
  • Sl. sólarhring: 907
  • Sl. viku: 6275
  • Frá upphafi: 2278026

Annað

  • Innlit í dag: 484
  • Innlit sl. viku: 5790
  • Gestir í dag: 468
  • IP-tölur í dag: 454

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband