Leita í fréttum mbl.is

Nýr kafli í sjálfstæðisbaráttu Bretlands

Í dag ganga Bretar formlega úr Evrópusambandinu. Fáa hefði órað fyrir því á miðju ári 2016, þegar Bretar samþykktu að fara úr Evrópusambandinu, að ekki yrði brugðist við meirihlutavilja kjósenda fyrr en um fjórum árum síðar. 

Eftirtektarvert hefur verið að fylgjast með hvernig Evrópusambandið og taglhnýtingar þess á þingi í Bretlandi gerðu allt sem þeir gátu til að reyna að koma í veg fyrir að þjóðarviljinn næði fram að ganga. Jafnvel þó að þingmenn lýstu yfir vilja til að framfylgja vilja þjóðarinnar, þá voru stöðugt fundnar upp nýjar skýringar og afsakanir.

Þeir sem á einhverjum tíma hafa talið mögulegt að ganga í Evrópusambandið, þar á meðal sá sem þetta skrifar, hljóta að sjá miðað við þau ósköp sem stórþjóðin Bretar hafa þurft að þola í aðdraganda útgöngu, að Evrópusambandið eins og það er nú, getur ekki verið valkostur fyrir frjálsa og fullvalda þjóð, sem vill halda sjálfstæði sínu.

Á sama tíma má taka undir með Farage þingmanni á Evópuþinginu og formanns Brexit flokksins, að Evrópusambandið sem slíkt er meinið. Við hefðum viljað sjá Evrópusambandið þróast með öðrum hætti m.a. þeim, að virðing væri borin fyrir þjóðríkinu og ákvörðunarvald einstakra aðildarríkja væri meira. Við hefðum viljað sjá aukna samvinnu og samstarf á frjálsum grundvelli í stað lögþvingaðra ákvarðana, sem henta best stærstu og valdamestu þjóðum Evrópusambandins. Við hefðum viljað sjá, að smáþjóðir hefðu vald á landamærum sínum og auðlindum.

Skrifræði, skortur á lýðræði og bolabrögð, sem hafa einkennt valdaelítuna  í Brussel getur ekki orðið til farsældar og eru andstæð þeim sjónarmiðum friðar,lýðræðis og lýðfrelsis, sem var meginmarkmiðið með stofnun Evrópusambandsins á sínum tíma.

Það er dapurlegt að Evrópusambandið skuli hafa þróast í það sem það er. Vonandi sjá fleiri og fleiri að þörf er á breytingum.

Nái Bretar að þróa betra þjóðlíf, betri viðskipti og bætt lífskjör utan Evrópusambandsins, leggja þeir sitt lóð á vogaskálina til að Evrópusambandið neyðist til að bregðast við og gera breytingar ef skrifræðisliðið er þá ekki endanlega gengið í björg sjálfumgleðinnar og þeirrar hugmyndafræði arfakónga á liðnum öldum.

"Vér einir vitum."  

 

 


Bloggfærslur 31. janúar 2020

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 58
  • Sl. sólarhring: 1203
  • Sl. viku: 5802
  • Frá upphafi: 2277553

Annað

  • Innlit í dag: 58
  • Innlit sl. viku: 5364
  • Gestir í dag: 58
  • IP-tölur í dag: 57

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband