Leita í fréttum mbl.is

Ríkiđ og trúin

Allt frá lögfestingu tíundarlaga á 11.öld hefur ríkisvaldiđ taliđ eđlilegt ađ hafa afskipti af trúarskođunum einstaklinga og greiđslur ţeirra til guđdómsins. Spurning er hvort ţađ sé eđlilegt enn í dag ađ ríkisvaldiđ vasist í ţeim málum.

Nú deila kirkjunnar menn á ríkisstjórnina fyrir ađ borga henni ekki ţađ sem kirkjunni ber af sóknargjöldum. Ţannig fái keisarinn meira en honum ber á kostnađ Guđdómsins.  

Auđvelt ćtti ađ vera ađ skera úr um ţetta, ţar sem viđ höfum sérstök lög í landinu um sóknargjöld nr. 91/1987 skv. ţeim greiđir ríkiđ 15. hvers mánađar til trúfélaga fyrir nef hvert í viđkomandi trúfélagi. 

En hvađ sem líđur sóknargjöldum og fjárhćđ ţeirri er ţá ekki eđlilegt ađ spyrja, hvort ekki sé óeđlilegt, ađ ríkisvaldiđ vasist í innheimtu fyrir trú- og lífsskođunarfélög í landinu. Af hverju ćtti ríkisvaldiđ frekar ađ skipta sér af ţví en innheimtu ćfingagjalda til íţróttafélaga?

Áriđ 2020 vćri eđlilegt ađ ríkisvaldiđ segđi sig frá ţessari gjaldheimtu á einstaklinga og lćkkađi skatta ţeira sem ţví nemur og segđi nú verđur guđdómurinn ađ sjá um ađ innheimta ţađ sem Guđs er, keisarinn sér um sig.  


Bloggfćrslur 26. nóvember 2020

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 1662
  • Frá upphafi: 2291552

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1491
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband