Leita í fréttum mbl.is

Enn skal haldið og engu sleppt

Smitstuðull Covid er lægstur á Íslandi af löndum Evrópu í dag. Samt sem áður segir Þórólfur smitsjúkdómalæknir að veður séu svo válynd, að halda verði að mestu leyti þeim hertu aðgerðum sem gripið var til fyrir rúmum mánuði. Á sama tíma segir tölfræðingurinn Thor Aspelund, að smitstuðullinn sé slíkur að það geti orðið sprenging í fjölda smita.

Þetta er hræðsluáróður.

Samt er smitstuðullinn enn sá lægsti í Evrópu. Ætli menn að halda trúverðugleika verða þeir, að segja fólki satt og neita sér um þann lúxus að stunda hræðsluáróður til að drepa niður frjálst mannlíf og eðlileg samskipti fólksins í landinu. 

Hafi sóttvarnarlæknir haft rétt fyrir sér í byrjun september. Liggur þá ekki fyrir, að hægt er að miða við sambærilegar reglur og þá giltu? Ef hann hefur hins vegar haft rangt fyrir sér þá, ber þá ekki að taka ráðleggingum hans með fyrirvara?

Það vill enginn veikjast af þessari pest og engin smita. Þessvegna skilar jákvæður áróður um smitvarnir sér til fólksins og með því að gera alla meðvirka í að halda eðlilegri varúð í samskiptum vinnum við sigur á þessum vágesti. En við vinnum ekki sigur með því að reyra höftin svo mjög og umfram alla skynsemi, að fólk hætti að taka mark á þeim.

 


Bloggfærslur 27. nóvember 2020

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 26
  • Sl. sólarhring: 1212
  • Sl. viku: 5770
  • Frá upphafi: 2277521

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 5332
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband