Leita í fréttum mbl.is

Snillingar stjórnsýslunnar

Fyrir allmörgum árum voru sýndir þættir í sjónvarpi, sem hétu "Já ráðherra". Ráðuneytisstjórinn Sir Humphrey Appleby gætti þess, að halda öllum völdum hjá sér. Flóknar setningar, orðskýringar, útlistanir og setningar sem höfðu enga merkingu eða þvældu málum svo, að enginn fékk skilið, náðu þeirri fullkomnun hjá Sir Humphrey að fáir töldu að met hans yrði nokkru sinni slegið. 

Nú hefur höfundur frumvarps til sóttvarnarlaga jafnað þessa fullkomnun Sir Humphrey. Í dæmaskyni um þessa snilli,skal vísað í skýringu orðsins "farsótt". En farsótt er:  

"Tilkoma sjúkdóms, ákveðins heilsutengds atferlis eða annarra atburða sem varða heilsu fólks innan samfélags eða landssvæðis, í tíðni sem er umfram það sem vænta má."

Orðskýring frumvarpsins er svo loðin og teygjanleg að hún opnar á möguleika ráðherra til að beita borgarana hvaða frelsisskerðingu sem frumvarpið heimilar m.a. útgöngubanni nánast að geðþótta.

Hvernig er hægt að verjast því að "aðrir atburðir sem varða heilsu fólks" komi upp í landinu eða séu stöðugt til staðar? Hvað er átt við með tíðni sem er umfram það sem vænta má? Já og hver er skilgreiningin á heilsutengdu atferli? og eru einhver takmörk eða frekari skýringar á fyrirbrigðinu "aðrir atburðir"?

Íslenskir Applebíar telja greinilega ekki rétt, að nota alþóðlegar viðmiðanir t.d. um lágmarksviðmið smita við skýringu á orðinu "farsótt", þó ekki væri nema til að takmarka aðeins valdheimildir og geðþóttaákvarðanir ráðherra, en það var sjálfsagt ekki meiningin.  

 


Bloggfærslur 29. nóvember 2020

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 911
  • Sl. viku: 2398
  • Frá upphafi: 2293949

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 2179
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband