Leita í fréttum mbl.is

Vitlausum ákvörðunum velt yfir á neytendur

Stjórn Sorpu tók vitlausar ákvarðanir í fjárfestingum, sem leiddu til gríðarlegs taps fyrirtækisins. Stjórnin, sem ætti e.t.v. frekar að kalla óstjórnin situr samt áfram enda pólitískir kommisarar skipaðir af bæjarstjórnum, sem eiga Sorpu. 

Vegna þessara vitlausu ákvarðana tók sama stjórn þá ákvörðun, að eðlilegt væri að neytendur borguðu fyrir vilausar ákvarðanir stjórnarinnar og greiddu tapið með stórhækkun á verði þjónustunnar. 

Sorpa er einokunarfyrirtæki, sem þarf ekki að óttast samkeppni. Neytendur þurfa að kaupa þjónustuna af þeim og hafa ekki í önnur hús að venda. Við slík tækifæri er nauðsynlegt, að þjóðfélagið bregðist við með þeim tækjum sem til eru og komi í veg fyrir óeðlilegar verðhækkanir. 

Gera verður þá kröfu til sveitarfélaganna, sem eiga Sorpu, að þau grípi í taumana og gæti að hagsmunum neytenda. Þá verða Samkeppnisyfirvöld að taka málið til meðferðar strax á grundvelli 11.gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Verðhækkunum eins og þessum vegna mistaka stjórnenda fyrirtækis má ekki velta með þessum hætti yfir á neytendur. Sveitarfélögin verða að axla ábyrgð á kommissörunum sínum og koma með nýtt fjármagn inn í reksturinn án í stað þess að sammælast um að stela af neytendum.

Í máli þessu reynir á hvers virði stjórnmálastéttin er. Sættir hún sig við svona vinnubrögð? 


mbl.is Sorpa sprengir upp verðskrána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. desember 2020

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 44
  • Sl. sólarhring: 77
  • Sl. viku: 897
  • Frá upphafi: 2291663

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 792
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband