Leita í fréttum mbl.is

Þegar hægrið tapaði glórunni í pólitískum tepruskap

Enn á ný hriktir í stoðum hræðslubandalags sósíalista og kristilegra demókrata í Þýskalandi. Þessir flokkar voru lengi taldir höfuðandstæðingar í þýskum stjórnmálum. Í dag standa þeir fyrir pólitískt moð án annars tilgangs eða takmarks en að vera við völd.

Stjórnmálaleiðtoginn Mitterand í Frakklandi áttaði sig á því að hægrið væri haldið þvílíkum tepruskap gagnvart þjóðlegum flokkum, að eðlilegt væri að styðja við bakið á þjóðlegu flokkunum, til að koma í veg fyrir að hægri menn mynduðu ríkisstjórn í Frakklandi. Sú áætlun hans tókst. Franska þjóðfylkingin fékk aukið fylgi en aðrir hægri flokkar neituðu að starfa með henni vegna pólitísks tepruskapar.

Sama hefur gerst víðar eins og lengi vel í Danmörku og Noregi og nú í Svíþjóð.

Þar sem hinir svokölluðu hægri pópúlistaflokkar, sem er raunar rangnefni vegna þess að þeir eru einu flokkarnir sem hafa ákveðna stefnu og fara gegn meginstraumnum, hafa komist í ríkisstjórn t.d. í Noregi, Danmörku og á Ítalíu þá hafa þeir verið ábyrgir í stjórn landsins og komið því til leiðar m.a. að smá skynsemi hefur komist að varðandi það að stemma stigu við óheft aðstreymi ólöglegra innflytjenda, sem hefur orðið löndum þeirra til góðs meðan það hefur varað.

Nú hriktir í stoðum hræðslubandalags Þýskalands og formaður Kristilegra demókrata hefur sagt af sér þar sem hún réð ekki lengur við að halda aftur af hluta flokksmanna sinna, sem vildu taka skynsamlega ákvörðun og vinna með hægri flokknum AfD (alternative für Deutschland). Sósíalistar hótuðu stjórnarslitum og Angela Merkel þorði ekki annað en að ómerkja ákvarðanir um samstarf við AfD.  

Þessum pólitíska tepruskap hægri manna í álfunni, sem hefur leitt sósíalista til meiri áhrifa en fylgi þeirra segir til um verður að linna annað leiðir til mikils ófarnaðar sbr. Svíþjóð.

Hægri flokkarnir í Svíþjóð hafa neitað að vinna með Svíþjóðardemókrötum, þjóðlegum hægri flokki. Afleiðingin er sú að ríkisstjórn sósíalista situr við völd annað kjörtímabilið í röð. Afleiðingarnar eru þær m.a. að Svíþjóð er orðið eitt hættulegasta landið í Evrópu. Innflytjendastefna sósíalistanna hefur leitt til þess, að á hverjum degi er kveikt í fjölda bíla, sprengingar og skotárásir eru daglegt brauð og Svíþjóð trónir á toppnum yfir fjölda nauðgana. Um þetta má að sjálfsögðu ekki tala þar sem teprugangurinn ber skynsemina og ofurliði.  

Engin líkindi eru til að önnur pólitísk þróun verði hér á landi en annarsstaðar í Evrópu. Alla vega bendir ekkert til þess, að Sjálfstæðisflokki líði illa í stjórnarsamstarfi við Vinstri græna, sem reyna að koma í veg fyrir að hagkvæmni einkaframtaksins m.a. í heilbrigðismálum fái að njóta sín og stuðla að því að fremsta megni að galopna landamærin þannig að þróunin megi verða svipuð hér á landi og í Svíþjóð. 

 


Bloggfærslur 11. febrúar 2020

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 120
  • Sl. sólarhring: 1214
  • Sl. viku: 5864
  • Frá upphafi: 2277615

Annað

  • Innlit í dag: 117
  • Innlit sl. viku: 5423
  • Gestir í dag: 116
  • IP-tölur í dag: 114

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband