Leita í fréttum mbl.is

Fjöldamorðin í Dresden

Fyrir nokkru minntust þjóðarleiðtogar heims þess, að 75 ár eru liðin frá því að heimurinn sá hryllinginn í Auswitch fangabúðunum. Þá var skipulögð útrýmingarherferð á Gyðingum staðfest. Flestum er óskiljanlegt, að mannleg grimmd og ónáttúra geti náð þeim hæðum að myrða milljónir til að útrýma heilum kynþætti. Slíkt má ekki endurtaka sig. 

Í dag eru liðin 75 ár frá öðrum fjöldamorðum. Engir þjóðarleiðtogar mæta til funda eða fordæma þau. Þetta eru morðin á saklausu fólki í þýsku borginni Dresden. Bretar og Bandaríkjamenn gerðu gríðarlegar sprengjuárásir á borgina með þeim fyrirsjáanlegu afleiðingum að meirihluti borgarbúa dó. Tala látinna er á reiki, en settar hafa verið fram ágiskanir um að allt frá 25.000 manns til yfir 100 þúsund hafi dáið í loftárásunum. 

Loftárásirnar á Dresden voru gerðar þegar Þjóðverjar voru komnir að fótum fram í stríðinu. Rauði herinn var við landamærin í austri og Bandarísku og bresku herirnir við landamærin í vestri. Uppgjöf Þjóðverja var fyrirsjáanleg bara spurning um hvenær. Dresden var menningarborg. Þar voru engin hernaðarleg mannvirki eða annað sem skipti máli varðandi hernað eða varnir Þjóðverja. Árásin á Dresden var með öllu ástæðulaus. Þeir sem tóku ákvörðunina vissu að þúsundir óbreyttra borgara mundu deyja og hernaðarleg þýðing árásarinnar væri engin. Samt gerðu Bretar og Bandaríkjamenn sig seka um þessa óafsakanlegu grimmd gagnvart óbreyttum borgurum, sem höfðu ekkert til saka unnið.

Hryðjuverk? Stríðsglæpur?

Í sumar verða 75 ár liðin frá kjarnorkuárásum á japönsku borgirnar Hirhoshima og Nagasaki þar sem yfir 100 þúsund óbreyttir borgarar voru drepnir. Var einhver afsökun fyrir þeim árásum? Af hverju þurfti að ráðast á Nagasaki eftir að eyðileggingarmáttur sprengjunnar og morðanna í Hiroshima var öllum ljós?

Sagt er að Truman Bandaríkjaforseti hafi sagt frá því á leiðtogafundi Bandamanna, að Bandaríkjamenn ættu kjarnorkusprengju og spurning væri hvort ætti að nota hana. Sagt er að Stalín og Churchill hafi verið eindregið fylgjandi því þannig að það var sameiginleg ákvörðun leiðtoga Bandamanna að standa að þessum fjöldamorðum á óbreyttum borgurum. 

Eru kjarnorkuárásirnar á Hirhoshima og Nagasaki afsakanlegar?

Sé svo hvað afsakar þær?

Að frátaldri þeirri geðveiki að ætla að útrýma kynþætti, er þá einhver munur á því að steikja fólk í gasofnum eða vítislogum sprengja sem falla af himni ofan.

Bandaríkjamenn og Bretar ættu að setja sjálfa sig undir sömu mælistiku og þeir nota gagnvart öðrum og Rússar ættu að viðurkenna stríðsglæpi í síðari heimstyrjöld eins og útrýmingu um þriggja milljóna Þjóðverja í Austur Evrópu eftir uppgjöf Þjóðverja sem og ýmissa annarra hryðjuverka. 

En sekur er sá einn sem tapar. 

En til þess að mannleg grimmd og ónáttúra nái aldrei hæðum á ný, þá þurfa allir að kannast við sinn hlut og fordæma óafsakanleg hryðjuverk gagnvart saklausu fólki. Miklu skiptir í því efni að sigurvegararnir séu ekki undanskildir.

 

Dresden var menningarborg. Engin hernaðarmannvirki voru í borginni eða annað sem hafði hernaðarlega þýðingu. Þjóðverjar voru komnir að fótum fram í styrjöldinni. Rauði herinn var við landamæri Þýskalands í austri og Bretar og Bandaríkjamenn við landamærin í Vestri. Öllum var ljóst að ekki var spurning um að uppgjöf Þjóðverja væri á næsta leiti. Spurningin var bara hvenær ekki hvort. 

Miðað við þessar aðstæður er með öllu óskiljanlegt að bresk og bandaríks hernaðaryfirvöld skyldu ákveða að fremja þessi fjöldamorð. Fjöldamorð á saklausu fólki eru alltaf óafsakanleg og ekki skiptir máli hvort 


Bloggfærslur 13. febrúar 2020

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 81
  • Sl. viku: 1661
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1490
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband