Leita í fréttum mbl.is

Stefnuleysi og vingulsháttur

Sýrlandsher sækir fram í Idlib héraði í Sýrlandi,  þar sem mismunandi öfgahópar hafa ráðið mestu undanfarin misseri. Hópar eins og ISIS, Al Kaída, Al Nusra og aðrir álíka ógeðslegir öfgahópar, sem hafa drepið fólk miskunarlaust,hneppt fólk í ánauð m.a. stóra hópa kvenna í kynlífsánauð. Það ætti að vera gleðiefni að síðasta vígi öfgahópanna í Sýrlandi verði sigrað. 

En Evrópusambandið og Tyrkir eru ekki á sama máli. Evrópusambandið beitti 7 aðila refsiaðgerðum fyrir að eiga viðskiptaleg samskipti við Sýrlandsstjórn, í framhaldi af sókn Sýrlandshers, þar sem frelsuð hafa verið landssvæði í nágrenni Aleppo og tyggt að hægt er að nota flugvöll borgarinnar aftur. 

Algert stefnuleysi er og hefur ríkt hjá Evrópusambandinu varðandi styrjöldina í Sýrlandi nema helst að veita öfgaÍslamistunum stuðning.

Jafnan er talað um borgarastyrjöldina í Sýrlandi, en það er á mörkunum að hægt sé að tala um borgarastyrjöld þegar tugir þúsunda erlendra vígamanna hafa haldið stríðsvél uppreisnarmanna gangandi og Tyrkir, Saudi Arabar o.fl. hafa blandað sér með virkum hætti í styrjöldina sérstaklega Tyrkir. 

Af hverju stuðlar Evrópusambandið ekki að því að útrýma völdum og áhrifum öfga-Íslamistanna? Með því að gera það ekki, þá stuðlar bandalagði eingöngu að því að ófriðurinn stendur lengur og mannlegar hörmungar og flóttamannastraumurinn aukast. 

Tyrkir hafa hernumið ákveðin svæði í Sýrlandi meðan styrjöldin í Sýrlandi hefur staðið og þeir og ætla ekki að láta þessi landssvæði af hendi. Gildir eitthvað annað um Tyrkland heldur þegar Rússar innlimuðu Krímskagann þar sem mikill meirihluti fólksins eru Rússar? Tyrkir eru að hertaka landssvæði í Sýrlandi þar sem enginn er af tyrkneskum uppruna. Þeir eru að innlima landssvæði þar sem býr fólk, sem vill ekkert með Tyrki hafa. Væri Evrópusambandið sjálfu sér samkvæmt ætti það að beita Tyrki refsiaðgerðum m.a. viðskiptaþvingunum ekkert síður en Rússa. Skyldu íslensk stjórnvöld telja eðlilegra að eiga viðskipti við Tyrki en gamla vinaþjóð okkar Rússa? Ef svo er af hverju?

 


Bloggfærslur 18. febrúar 2020

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 26
  • Sl. sólarhring: 891
  • Sl. viku: 2412
  • Frá upphafi: 2293963

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 2193
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband