Leita í fréttum mbl.is

Þórólfur strikes back

Gat ekki að því gert, að þetta minnti mig á heiti á Star Wars mynd "The Empire strikes back." 

Að sjálfsögðu hlaut eitthvað að vera að fyrst Þórólfur var í fríi. En nú snýr hann aftur og bægir frá hinum vonda C-19 vágesti.

Ég hefði e.t.v. frekar átt að minnast á Gunnar á Hlíðarenda sem sagði fögur er hlíðin og mun ég hvergi fara þegar hann leit til baka og snéri síðan aftur eins og Þórólfur nú. En það var ekki eins árangursríkt eins og þessi viðsnúningur verður vonandi hjá Þórólfi. 


mbl.is Þórólfur snýr aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bregðumst við af skynsemi en ekki vegna ótta.

C-19 er vond sótt, en fjarri sú versta sem gengið hefur yfir veröldina eða er til staðar. Það sem gerir C-19 sérstaka eru viðbrögðin við veirunni, sem eru fordæmalaus. 

Í henni veröld er það mannlegt, að óttast það óþekkta. Jafnvel þó okkur stafi meiri ógn af hinu þekkta, þá vekur það ekki eins mikla óttatilfinningu. Í hartnær hálft ár hefur dunið yfir fólki um veröld víða hvað margir hafi sýkst af C-19 og hve margir hafi dáið. Þessar fréttir hafa valdið verri múghræðslu en þekkst hefur á síðari árum og vegna hennar hefur verið gripið til aðgerða, sem eru líka fordæmalausar. Á sama tíma deyja mun fleiri vegna reykinga og berkla.

Þegar aðgerðir til skerðingar frelsi borgaranna vegna C-19 voru kynntar af veirutríóinu fyrir hálfu ári var markmiðið, að koma í veg fyrir of mikið álag á heilbrigðisþjónustuna. Það markmið náðist og gott betur. Engin hætta er fyrir hendi nú, að einhver breyting verði á því. Kalla þá nokkur smit sem greinst hafa að undanförnu á aukna skerðingu á frelsi landsmanna? Ofangreind markmiðssetning er ekki í hættu þannig að hertar reglur og frekari skerðing á réttindum borgaranna er ekki réttlætanleg útfrá þeim forsendum. Samt situr ríkisstjórnin á fundi til að ræða hertar reglur sem engin þörf er á að svo komnu máli.

Vilji ríkisstjórnin skerða frelsi borgaranna vegna nokkurra smita verður að vera skírt hvert markmiðið er. Á að eyða veirunni úr umhverfinu? Slíkt er raunar tæpast gerlegt.

Að sjálfsögðu viljum við öll, að sem fæst smit greinist hér á landi og helst engin, en þannig er það ekki og verður ekki meðan veiran er á meðal okkar og fáir hafa sýkst.

Sóttvarnarlæknir verður stöðu sinnar vegna að gera ítrustu kröfur og það er ljóst að landlæknir telur sig vera í sömu stöðu. En það er ríkisstjórnin sem verður að meta heildarhagsmuni. Ríkisstjórnir eru ekki til að stimpla pappíra og tillögur sérfræðinga eins og þær séu eins og Guð hafi sagt það. Haldi ríkisstjórn að hlutverk hennar slíkt,  þá á hún ekki sjálfstætt erindi lengur við þjóðina. 

Talað er um að taka aftur upp fjarlægðarmörk 2 metra. Slíkt drepur niður eðlileg mannleg samskipti.

Við erum félagsverur, það er það mannlega. Líkamleg nánd við annað fólk er útilokað, að ýta út úr menningu okkar enda værum við þá komin í þursaríki. Vinátta, ást, hluttekning í sorg og gleði, lærdómur börn að leik, hópíþróttir,fundir, allt kallar þetta á líkamlega nánd og það er allt í lagi nema einhver meiriháttar vá steðji að, sem gerir ekki núna. Við viljum vera nálægt hvert öðru og þjóðfélagið er byggt þannig upp, að hjá því verður ekki komist nema að loka á eðlileg mannleg samskipti. Tölvuskjárinn og einangrun heima geta aldrei komið í stað fyrir mannleg samskipti. 

Má vera, að hræðslan við C-19 sé vegna þess hvað við höfum búið við mikið öryggi í langan tíma. Í Afríku og Asíu hefur fólk þurft að glíma við verri veirur en C-19 sem eru enn til staðar en hafa ekki breiðst út til Vesturlanda. Sóttir eins og Sars og Ebóla. Reynt var að hræða fólk með fuglaflensu og svínaflensu, en það tókst ekki þó að fjölmiðlar reyndu sitt besta. Við höfum fengið smitsjúkdóma eins og HIV og Zika, en allar þessar sóttir höfðu mun hærri dánartíðni en C-19. En engin þeirra snerti Evrópu nema HIV og þann sjúkdóm fékk fullorðið fólk ekki nema það tæki meðvitaða áhættu. 

Þó Covid 19 sé hættulegur sjúkdómur þá er dánartíðni fólks undir fimmtugu lægri en í venjulegri flensu og í miklum meirihluta tilvika er sjúkdómurinn mildur og gengur yfir á stuttum tíma eins og Jonathan Sumption fyrrum hæstarréttardómari í Bretlandi benti á í grein í Daily Telegraph 28.júlí s.l. 

Á sama tíma og allir fréttamiðlar í heiminum eyða stórum hluta jafnvel meirihluta fréttatíma í C-19 og hafa gert í hálft ár, þá eru samt fleiri að deyja úr berklum og vegna reykinga.

Það þurfa allir að meta það fyrir sig hvaða áhættu þeir vilja taka í lífinu og hvað sé rétt fyrir okkur að gera miðað við aldur og líkamlegt atgervi. Í sumum tilvikum vill fólk einangra sig, aðrir vilja viðhalda fjarlægðarmörkum og við eigum að virða allar slíkar óskir og varúðarráðstafanir. En ríkisstjórnin á líka að virða óskir okkar hinna, sem viljum lifa lífinu lifandi í samskiptum við annað fólk. Eða eins og ofangreindur Jonathan sagði í grein sinni. Við getum ekki haldið áfram að hlaupa í burtu við verðum að halda áfram með lífið. 

Franklin Delano Roosevelt forseti Bandaríkjanna sagði á sínum tíma fræg orð "The only thing you have to fear is fear itself" það eina sem þú þarft að óttast er óttinn sjálfur. Þó það sé ekki allskostar rétt þá skiptir það máli í þessu óttaþrungna umhverfi í skugga C-19 að við missum ekki óttans vegna eðlilega rökhyggju og skynsemi og hlaupum undan og föllumst athugasemdalaust á allar hugmyndir sem hefta eðlilegt frelsi. 


Bloggfærslur 30. júlí 2020

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 853
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 752
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband