Leita í fréttum mbl.is

Þjóðkirkjan

Þjóðkirkjan vinnur ötullega að því að afkristnivæða þjóðina. Trúleysingjum og þeim sem telja sig eiga eitthvað sökótt við Guð almáttugan finnst það vafalaust gott. 

Á heimasíðu þjóðkirkjunnar birtist auglýsing um sunnudagaskóla þjóðkirkjunnar þar sem Jesú dansar undir regnbogafána með brjóst og lendar sem fagursköpuð kona. Væntanlega tilvísun til þess að hann hafi verið kynskiptingur eins og það hét í minni sveit.

Jesús er sagnfræðileg persóna og kirkjan byggir tilvist sína á því sem Jesús stóð fyrir í lifanda lífi. Hann var karlmaður, sem virti réttindi kvenna, sem var sérstakt í því þjóðfélagi sem hann bjó, þar sem staða konunnar var ekki ólík því sem er í núverandi Afganistan. Hann gerði auk þess stórkostlega hluti, kraftaverk, en það sem mestu máli skiptir hann boðaði fagnaðarerindið um upprisu mannsins frá dauðum og eilíft líf. Hann reis upp frá dauðum. Á þessu byggist og hefur byggst boðun allra kirkjudeilda í 2000 ár þangað til íslenska þjóðkirkjan breytir Jesú í kynskipting, sem virðist ekki eiga sérstakt erindi við samtímann. 

Mér er ljóst og hefur verið, að um nokkurt skeið, hefur æðsta stjórn þjóðkirkunnar verið slík, að trúfræðileg kristileg boðun og skírskotun hefur verið henni um megn vegna pópúlískra tilburða, afskipta af pólitík og takmarkaðrar trúarlegrar þekkingar ekki síst á öðrum trúarbrögðum. Fólk hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni í stórum stíl og upp á síðkastið oft sannkristið fólk, sem samsamar sig ekki lengur með því rugli sem bískup Íslands og hennar fylgifiskar standa fyrir. 

Margir prestar þjóðkirkjunnar eru einlægir í sinni boðun og óar við þeirri þróun sem orðið hefur innan æðstu stjórnar þjóðkirkjunnar, en þeir hafa hingað til borið harm sinn í hljóði. Nú verður ekki við það unað að þeir geri það lengur. Þessir menn ættu að minnast þess að Jesú gerir þá kröfu til þeirra sem boða kristna trú að þeir séu brennandi í andanum. Enginn prestur þjóðkirkjunar sem er brennandi í andanum getur samsamað sig með þessari vitleysu sem þjóðkirkjan stendur nú fyrir. Þeir geta ekki þagað.  

Þess verður að krefjast af þeim kennimönnum íslensku þjóðkirkjunnar, að þeir láti í sér heyra og mótmæli því með hvaða hætti þjóðkirkjan kynnir Jesú fyrir börnum og unglingum, sem dansandi kynskiptingi undir regnbogafánanum. Geri enginn þeirra neitt í því að andmæla afkristnunartilburðum æðstu stjórnar þjóðkirkjunnar er ekki annað fyrir okkur kristið fólk að gera en að viðurkenna, að við eigum ekki heima í þessum söfnuði og það er enginn þar sem lyftir gunnfána til varnar fyrir trúna á Jesú Krist.  

Á sama tíma verður að taka upp baráttu fyrir því að ákvæðið um að hin evangelíska lútherska kirkja sé þjóðkirkja verði afnumið úr stjórnarskrá og hún klippt endanlega frá ríkisvaldinu og afnumdir sérstakir styrkir til hennar og sérstaða presta hennar og annarra starfsmanna verði felld niður.  

 

 

 

 


Bloggfærslur 5. september 2020

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 146
  • Sl. viku: 4250
  • Frá upphafi: 2291269

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 3917
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband