Leita í fréttum mbl.is

Bólusetningarkapphlaupið og heilbrigð skynsemi

Þjóðir heims berjast við að tryggja sér sem fyrst svo mikið magn af einhverju bóluefni gegn Covid, að hægt verði að bólusetja landslýðinn.

Evrópusambandið og Bretar eiga í illdeilum og hver reynir að bjarga sér hvað best hann getur. Enn á ný opinberast vangeta Evrópusambandsins til að gæta raunverulegra eða ímyndaðra hagsmuna sinna.

Stjórnmálamönnunum liggur reiðarinnar ósköp á vegna þess, að þeir hafa lamað þjóðfélagsstarfsemina með lokunum og hræðsluáróðri í samkór með heilbrigðisyfirvöldum og fjölmiðlum. Út úr því þurfa þeir að komast sem fyrst, þannig að efnahagsstarfsemin og mannlífið geti blómstrað.

Sameiginleg stefna stjórnmálamanna veraldarinnar er að drífa sem mest má vera í því að bólusetja, þó prófanir á þeim lyfjum sem dæla á í fólkið séu ófullkomnar og veiti jafnvel takmarkaða vörn auk þess sem þau geta verið dauðans alvara og dauðadómur fyrir sumt eldra fólk. 

Nýlega kom á markaðinn nýtt bóluefni gegn veirunni, Novavax, frá fyrirtækinu Johnson og Johnson. Af því sem maður les um það, þá virðist það skömminni til skárra og mun geðslegra en lyfin frá Pfizer, Moderna og Astra Seneca.

Lyfjafyrirtækjunum liggur á vegna þess að hundruða milljarða hagsmunir eru í húfi. Þau keppast við að dæla lítt prófuðum lyfjum inn á markaðinn og heilbrigðisyfirvöld hamast við að blessa þau vegna "neyðarástands". Stjórnmálamönnunum liggur á að komast úr pólitískri kóvíd innilokun og hamra því á nauðsyn allsherjar bólusetningar sem allra fyrst og þá skiptir ekki máli hvaða bóluefni er fengið bara það sem stendur til boða. 

Það er næsta óhugnanlegt að fylgjast með þessu kapphlaupi þar sem öllu máli skiptir að bólusetja sem flesta helst alla þrátt fyrir að allt of lítið sé vitað um hver endanleg áhrif bólusetningarinnar verður og ekki liggi ljóst fyrir hvaða bóluefni hefur bestu virknina og er líklegast til að valda minnstum aukaverkunum. 

Er þá ekki best að flýta sér hægt og gera hluti vitandi vits en ekki vegna örvæntingar?


Bloggfærslur 30. janúar 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 345
  • Sl. sólarhring: 749
  • Sl. viku: 2731
  • Frá upphafi: 2294282

Annað

  • Innlit í dag: 321
  • Innlit sl. viku: 2488
  • Gestir í dag: 314
  • IP-tölur í dag: 305

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband