Leita í fréttum mbl.is

Amen og Awoman

Meþódistapresturinn demókratinn Emanuel Cleaver leiddi opnunarbæn 117 þingárs Fulltrúardeildarinnar í Bandaríkjunum og lauk henni með því að segja

"Amen and awoman".

Bíðum nú við. Var maðurinn að reyna að vera fyndinn? eða taldi hann amen vísa til einhvers kynræns e.t.v. brimbrjót feðraveldisins. 

Jafnvel kristnir kennimenn eins og Emanuel þessi,  sem vilja samsama sig með "góða fólkinu" eða vera góðir ybbar eða woke eins og heiti frávitaliðsins er í henni Ameríkunni mega ekki heyra orðið maður án þess að reyna að finna eitthvað mótvægi. 

Tillaga liggur fyrir Bandaríkjaþingi um að þurrka út kynrænt gildishlaðin orð eins og maður, kona, móðir, faðir, hann og hún. Emanuel taldi sig því þurfa sem góður og gegn Demókrati að ljúka þingsetningarbæninni með algjöru kynhlutleysi og segja awoman á eftir  amen.

Óþægilegt fyrir prest, að vita ekki að amen hefur enga kynjaskírskotun að neinu leyti en útleggst með orðunum "Svo skal vera" eða "verði svo". 

 

 


Bloggfærslur 5. janúar 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 923
  • Sl. sólarhring: 941
  • Sl. viku: 1337
  • Frá upphafi: 2292713

Annað

  • Innlit í dag: 835
  • Innlit sl. viku: 1207
  • Gestir í dag: 797
  • IP-tölur í dag: 780

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband