Leita í fréttum mbl.is

Svívirðileg árás á lýðræðið

Árás stuðningsfólks Donald Trump á þinghúsið í Washington DC er svívirðileg árás á lýðræðið. Bandaríkin hafa verið talin meðal fremstu lýðræðisríkja heims og eru það. Það skiptir því máli, að valdaskipti fari fram með friðsamlegum hætti, með þeirri röð og reglu sem reglur lýðræðisins gera kröfu til. 

Donald Trump hefur gengið of langt eftir að úrslit lágu fyrir í forsetakosningunum og ljóst var að þeim yrði ekki hnekkt. Þá var mál að viðurkenna ósigur og vinna í samræmi við þær reglur sem lýðræðið gerir kröfu til og koma tvíefldur til næstu kosninga, ef svo bar undir. 

Því miður hefur Donald Trump ekki sést fyrir. Afleiðingin af því er m.a. að Repúblikanar hafa misst meirihluta sinn í öldungadeild Bandaríkjaþings. 

Donald Trump á ekki annan kost nú, vilji hann halda virðingu sinni sem lýðræðislegur forustumaður en fordæma árásina á þinghúsið, viðurkenna ósigur sinn og lýsa yfir vilja til að aðstoða viðtakandi forseta eftir megni.  

Sennilega var það rétt sem einhver sagði, að það sem fólk telur Trump standa fyrir á meiri möguleika á að ná fram að ganga án Trump en með honum. Hafi það ekki verið orð að sönnu þegar það var sagt, þá verður ekki annað séð en þannig sé það eftir atburði síðustu vikna. 


Skítapakkið

Ákveðinn hópur fólks telur sig svo mikið merkilegri en aðra, að því leyfist að tala niður til annarra með sjálfsupphafningu og hroka.

Benedikt Jóhannesson fyrrum formaður Viðreisnar sýnir slíka sjálfsupphafningu og hroka grímulaust í grein sem hann skrifar í Morgunblaðið í dag. Þar skirrist hann ekki við að skilgreina 76 milljónir Bandaríkjamanna, helming kjósenda Miðflokksins og 20% kjósenda Sjálfstæðisflokks og flokks Fólksins sem moldvörpufólk, en ekki verður skilið annað af greininni en það sé lægsta stig vitsmunalegrar tilveru tegundarinnar homo sapiens.

Benedikt og félagar hans í Viðreisn eru að sjálfsögðu ekki í hópi moldvörpufólks, þó þeir séu hluti af borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík, sem hefur síður en svo  sýnt að þar fari vitsmunalegar ofurmanneskjur eða Übermenchen. 

Á sínum tíma kallaði Hillary Clinton stuðningsfólk Donald Trump ömurlegt fólk (deplorables). Nú leggur fyrrum formaður Viðreisnar upp í kosningabaráttu sína með  enn hatrammari hroka og orðræðu gagnvart "hinum fyrirlitlegu" eða skítapakkinu.

Vonandi sýna kjósendur Benedikt Jóhannessyni og flokki hans þá lítilsvirðingu á móti, sem sjálfsupphafnir hrokafullir stjórnmálamenn eiga skilið. 

 

 


Bloggfærslur 6. janúar 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 414
  • Sl. sólarhring: 692
  • Sl. viku: 2800
  • Frá upphafi: 2294351

Annað

  • Innlit í dag: 387
  • Innlit sl. viku: 2554
  • Gestir í dag: 375
  • IP-tölur í dag: 366

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband