Leita í fréttum mbl.is

Lausnin mikla og neyðarástandið.

Nýtt slagorð heimsstjórnmálanna hefur rutt sér svo til rúms, að innviðauppbygging á í vök að verjast á vinsældalista hefðbundinna stjórnmálamanna. Orkuskipti- energy transition eða Energiewende á þýsku. Þessi orð verða allir "ábyrgir" stjórnmálamenn að hafa á hreinu og muna að  bæta við. Velferð heimsins krefst þess, að orkuskiptum verði hraðað. Nýtt orð mun brátt ryðja sér til rúms í orðasafni pólitísku nýbylgjunnar "lífsháttaskipti".

Svo mjög hafa ýmsar ríkisstjórnir í Evrópu reynt að hraða orkuskiptum, að víða hefur skapast vandræðaástand jafnvel neyðarástand, vegna orkuskorts, hækkunar á verði til húshitunar og rafmagnsverði til neytenda.  

Þjóðverjar hafa hamrað á orkuskiptum til að koma í veg fyrir meinta hnattræna hlýnun af mannavöldum. Vegna stefnunnar þurfti að nota kola orkuver í auknum mæli og byggja ný í fyrra. Svo mjög jókst kolareykur þar í landi að talið er að 1000 ótímabær dauðsföll megi rekja til aukinnar loftmengunar vegna kolareyks.

Til hliðar við orkuskipti hljóta "ábyrgu" stjórnmálamennirnir líka að fara að tala um "lífsháttaskipti" sem felst í því, að stjórnvöld hafa víðtæk afskipti af því hvernig fólk lifir,hvað það kaupir,hvað það borðar, hvort það fær að fara í frí og þá hvert og innleiða refsingar gagnvart "kolefnasóðum."

Hin nýja stétt, hin nýja nomen klatura, heldur öllu sínu áfram sem hingað til eins og loftslagsgsendiboði Biden stjórnarinnar, John Kerry, sem var sæmdur sérstakri viðurkenningu á puntufundi fyrrum forseta, norðurslóðaráðstefnunni. Af því tilefni kom John Kerry að sjálfsögðu í einkaþotu og aðspurður af íslenskum fréttamanni af hverju hann lofstlagsvásendiboðinn sjálfur kæmi á einkaþotu, þá svaraði John Kerry, að það væri væri eina leiðin til að komast til Íslands. Næm heimssýn það. 

Á sama tíma og hin nýja stétt nýtur lífsins í Glasgow án þess að þurfa að hafa áhyggjur af Kóvíd eins og almennir borgarar og og leggur fram tillögur um það, með hvaða hætti megi auka álögur á neytendur, skattgreiðendur og framleiðslufyrirtæki, þá fer sú staðreynd hjá "ábyrgum" stjórnmálamönnum, fréttamönnum, samfélagsmiðlum o.fl., að um 90% dauðsfalla vegna hitastigs í heiminum er vegna kulda, en aðeins 10% vegna hita.

Skv. rannsókn Monash háskólans í Ástralíu dóu 5.083.000 vegna kulda í heiminum en 489.000 vegna hita. Þessvvegna geta "ábyrgir" stjórnmálamenn ekki annað, en lýst yfir neyðarástandi vegna hnattrænnar hlýnunar af mannavöldum.

 

 


Bloggfærslur 31. október 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1087
  • Sl. sólarhring: 1247
  • Sl. viku: 6732
  • Frá upphafi: 2277370

Annað

  • Innlit í dag: 1021
  • Innlit sl. viku: 6259
  • Gestir í dag: 959
  • IP-tölur í dag: 932

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband