Leita í fréttum mbl.is

Við leysum vandamálið

Stjórnmálamenn eiga það sameiginlegt að vilja sýna, að þeir leysi vandamálin. Ef þau eru engin, þá búa þeir þau til eins og aðalritari sovéska kommúnistaflokksins Nikita Krúsjeff sagði forðum "Stjórnmálamenn eru allsstaðar eins þeir byggja brú, þó engin sé áin."

Á sínum tíma var þekkt sagan af frambjóðandanum sem heilsaði upp á Jón bónda og Guðrúnu konu hans og spurði hvort ekki væri eitthvað að og eitthvað sem hann gæti gert. Jón og Guðrún sögðu svo ekki vera nema að Jón sagði eftir að frambjóðandinn hafði ítrekað leitað eftir vandamáli hjá þeim hjónum, að það væri það helst, að þeim hefði ekki orðið barna auðið. Frambjóðandinn brást við og sagði leiddu hestinn minn í haga Jón minn meðan ég staldra við. 

Þetta var á þeim tíma, þegar það mátt gera grín nánast af öllu mögulegu meira að segja múslimum.

Í kóvíd faraldrinum hefur það sýnt sig, að stjórnmálamenn reyna í lengstu lög að fela sig á bakvið "sérfræðina" og fara í einu og öllu eftir því sem sóttvarnaryfirvöld leggja til og þá hafa þeir berað sig af því að skoða ekki hvort að aðgerðirnar valda meira tjóni en þær koma í veg fyrir. 

Ómikron afbrigðið geisar nú og smitum fjölgar sem aldrei fyrr. Íslenska ríkisstjórnin brá við og setti hertar sóttvarnarreglur sem heilbrigðisráðherra ákvað samt að tækju ekki gildi á þeim stöðum og þeim tilvikum, þar sem mesta sótthættan var fyrr en síðar. Sérkennileg ráðsmennska það. 

Á Spáni hefur smitum vegna Ómíkron fjölgað mikið og spænska ríkisstjórnin sýndi því einurð og festu og ákvað að nú skyldi bera grímur á víðavangi, þar sem engin smithætta er.

Um þessi áramót er smittíðni hæst á Íslandi og skýtur nokkuð skökku við þar sem að forseti lýðveldisins og veirutríóið töldu að veirunni hefði verið útrýmt í júníbyrjun 2020 svona er nú sérfræðin í bland við pópúlismann. Sjálfsbirgingsháttur okkar ríður sjaldan við einteyming. 

Hvað sem því líður þá kann það að vera blessun í dulargervi, að ómikron veiran geisi með þeim hætti sem hún gerir og heilbrigðisráðherra hafi verið svolítið slakur í veiruvörninni, ef það kemur í ljós, sem virðist vera, að veikindin séu væg og veiti náttúrulega vörn gegn Kóvíd mun betri en allt sprautufarganið. 

Af lestri forustumanna íslenskra stjórnmála verður ekki annað ráðið en á árinu 2022 megum við búast við gróandi þjóðlífi með blóm í haga þar sem vandamálin eru fá og þau sem eru til staðar eða verða það verði auðveldlega leyst með styrkum höndum stjórnmálastéttarinnar. 

Vonandi er það rétt. En það er samt eitt sem veldur mér áhyggjum. Einhverjum kann að finnast það svo smávægilegt að það sé skömm af því að tala um það. En það veldur mér samt vökunum.

Sú staðreynd, að yfirvöld ætli að sprauta íslensk börn með tilraunabóluefni og gera það í skólum landsins til að auka á þrýsting hvers barns að vera eins og hinir og láta bólusetja sig. Þetta er óðs manns æði. Ég biðla til heilbrigðisráðherra, að hann a.m.k. fresti þessu um hálft ár helst lengur. Það verður að koma góð reynsla á þessi lyf áður en það er afsakanlegt að dæla þeim í börn og unglinga. Það er ekki afsakanlegt að dæla lyfi í fólk,sem framleiðandi lyfsins treystir sér ekki til að bera ábyrgð á. 


Bloggfærslur 31. desember 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 611
  • Sl. sólarhring: 626
  • Sl. viku: 2997
  • Frá upphafi: 2294548

Annað

  • Innlit í dag: 564
  • Innlit sl. viku: 2731
  • Gestir í dag: 535
  • IP-tölur í dag: 517

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband