Leita í fréttum mbl.is

Ný málið sem Evrópusambandið heimilar.

Fyrir nokkrum dögum gaf Evrópusambandið út 32 síðna leiðbeiningareglur um hvaða orð skyldi nota og hver ekki. Óneitanlega minnir þetta á kerfið sem George Orwell lýsir í bókinni 1984, þar sem til var pólitískt ný mál, til að tryggja að fólk héldi sig innan kerfislægrar rétthugsunar. 

Sama virðist vera upp á tengingnum hjá valdaklíkunni í Brussel, sem amast m.a. við því að fólk noti orðið "jól" eða Christmas yfir hátíðarnar. Það á að nota "human induced" í staðinn fyrir "man made" svo dæmi sé tekið."

Það er sjálfsagt að hneykslast á þessu rugli. Þau eru að vega að Evrópskum gildum og viðmiðunum. E.t.v. vegna þess að fólkið í kanselíinu í Brussel telur að evrópskt orðfæri geti sært aðkomufólk og rótað upp fjölmenningunni.

Stóra spurningin er hvernig dettur möppudýrunum í Brussel í hug, að setja út samevrópskar leiðbeiningarreglur um hvaða orð má nota og hver ekki í daglegu máli. Einvaldskonungum fortíðar í Evrópu létu sér aldrei detta slíkt og þvílíkt í hug. Valdhroki hinnar nýju stéttar Brussel valdsins kemur stöðugt sífellt meira á óvart. 


Bloggfærslur 8. desember 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 538
  • Sl. sólarhring: 648
  • Sl. viku: 2924
  • Frá upphafi: 2294475

Annað

  • Innlit í dag: 501
  • Innlit sl. viku: 2668
  • Gestir í dag: 479
  • IP-tölur í dag: 464

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband