Leita í fréttum mbl.is

Fjöldahjálparstöð

Fjöldahjálparstöð er fínt orð yfir flóttamannabúðir á engilsaxnesku "refugee camp." Þetta verður að gera, þar sem stjórnvöld hafa ekki nein úrræði varðandi móttöku ólöglegra innflytjenda og raunverulegra hælisleitenda. 

Ástæða þess, að við erum lent í þessum ógöngum varðandi hælisleitendur er margþætt. Við stjórnum ekki lengur landamærunum heldur höfum fórnað þeirri yfirstjórn á grundvelli Scengen samstarfs, sem við ættum sem fyrst að segja okkur frá. 

Í annan stað er íslensk löggjöf í málefnum útlendinga og flóttafólks svo og félagsleg aðstoð við þá svo vitlaus, að auðveldara er fyrir ólöglega innflytjendur að koma til Íslands en allra annarra landa í Evrópu. 

Í þriðja lagi er félagslega aðstoðin hér svo rífleg, að hún freistar fólks að koma hingað. 

Í fjórða lagi þá er nánast engum vísað úr landi þó hann sé hér ólöglega og úrskurðir og jafnvel dómar hafi gengið í þá áttina. Þeir sem hafa verið úrskurðaðir eða dæmdir til að fara  halda áfram að vera í landinu og njóta áfram ríkisstyrkja. 

Stefna stjórnmálaelítunnar í málefnum innflytjenda er nú algjörlega sigld í strand og fólk gerir sér í vaxandi mæli grein fyrir því hvaða afleiðingar það hefur þegar þjóð stjórnar ekki lengur landamærum sínum. 

Íslendingar hafa ekki áttað sig á því enn að útlendingastefna stjórnmálaelítunnar bitnar á fólkinu í landinu. Það kemur fram þegar fólk þarf á þjónustu lækna eða hjúkrunarfólks að halda. Það kemur fram í vaxandi húsnæðisskorti, skorti á dagheimilum og erfiðleikum við að láta alla sem hér eru njóta viðunandi skólavistar. 

Svo virðist vera sem stjórnmálaelítan hafi ekki nokkra hugsun á því að bæta lífskjör borgara þessa lands og neiti að horfast í augu við að sömu krónunni verður ekki eytt tvisvar. 

Er ekki mál til komið að við tökum sjálf stjórn á landamærunum og látum af bæði barna- og kjánaskap sem og algjöru óraunsæi í málefnum hælisleitenda. 


mbl.is Neyðast til að opna fjöldahjálparstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. október 2022

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 35
  • Sl. sólarhring: 1243
  • Sl. viku: 1565
  • Frá upphafi: 2293033

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 1420
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband