Leita í fréttum mbl.is

Græna örbirgðin

Hvernig stendur á því að efnahagur Sri Lanka breytist úr einum mesta hagvexti í Asíu í mannlega hryllingssýningu sem virðist koma öllum á óvart skrifar Matt Ridley blaða- og vísindamaður í DT í dag og heldur áfram:

Hvað gerðist? Svarið er einfalt. Í apríl 2021 bannaði forsetinn meindýraeitur og tilbúinn áburð til að landbúnaðarframleiðsla landsins yrði algjörlega lífræn. Innan nokkurra mánaða hafði útflutningur á te minnkað um helming og hrísgrjónauppskeran drógst gríðarlega saman, þannig að í fyrsta skipti þurfti að flytja inn hrísgrjón.

Vegna þessa gat ríkið ekki greitt afborganir af lánum og gjaldmiðillinn hrundi. Algeng matvæli voru sýkt, sem leiddi til skorts á mat og útbreiddrar hungursneyðar. Allt var þetta afleiðing af svo kölluðum sjálfbærum landbúnaði.

Á loftslagsráðstefnunni í Glasgow í fyrra montaði forseti Sri Lanka sig af því að landbúnaðarstefna hans væri samtvinnuð og í samhljómi með náttúrunni og einn þekktasti umhverfissinninn Vandana Shiva sagði að þessi ákvörðun mundi örugglega gera bændur á Sri Lanka ríkari.

Shiva ásamt mörgum umhverfisverndunarsinnum hafa gagnrýnt grænu byltinguna sem varð upp úr 1960 með hjálp tilbúins áburðar og meindýraeiturs og uppgötvana Norman Borlaug. Sú bylting kom í veg fyrir gríðarlegan mannfelli vegna hungurs í heiminum í fyrsta skipti í sögunni, þrátt fyrir gríðarlega fjölgun mannkynsins.

Margir umhverfissinnar sjá allt vont við þessa grænu byltingu og halda því fram að hefðbundin lífrænn landbúnaður geti miklu frekar brauðfætt heimsbyggðina með mun heilusamlegri mat en græna bylting tilbúins áburðar, skordýraeiturs o.fl. geti gert.

Nú hefur tilraunin með lífrænan búskap verið reynd á Sri Lanka með hörmulegum afleiðingum. „Lífrænn landbúnaður er sjálfbær að því leyti að hann viðheldur fátækt og matarskorti .“ Landbúnaður var lífrænn þegar milljónir dóu úr hungri á hverjum áratug og rykstormarnir ríktu á sléttunum í Bandaríkjunum vegna þess að það skorti áburð.

Ef það ætti að brauðfæða 8 þúsund milljónir manna með lífrænum aðferðum, þá yrði að taka meira en helmingi meira land í notkun fyrir slíkan landbúnað eða nánast allt ræktarland og skóga í heiminum. Af hverju segja hefðbundnar fréttastofur ekki frá staðreyndunum varðandi Sri Lanka og lífræna framleiðslu.

Hvað þarf að fórna miklu áður en menn horfast í augu við raunveruleikann?


Bloggfærslur 15. júlí 2022

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 60
  • Sl. sólarhring: 92
  • Sl. viku: 2545
  • Frá upphafi: 2291528

Annað

  • Innlit í dag: 50
  • Innlit sl. viku: 2312
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband