Leita í fréttum mbl.is

Glæsilegur sigur hægri manna á Ítalíu. Til hamingju Ítalía.

Hægri fylkingin á Ítalíu vann góðan sigur í þingkosningunum í gær. Talið er að hægra bandalagið muni fá allt að 60% þingsæta í báðum deildum ítalska þingsins.

 

Sigurvegari kosningana er Giorgia Meloni í flokki sem fjölmiðlaelítan á Vesturlöndum  hefur stimplað sem fasistaflokk. Þegar stefna Meloni og flokks hennar er skoðuð, þá verður ekki séð að um svonefndan hægri öfgaflokk sé að ræða eða stjórnlyndan andlýðræðissinnaðan flokk eins og fasistar voru. 

Nú þegar Meloni hefur unnið góðan sigur og fylgi rúmlega 26% þjóðarinnar og hægri fylkingin með góðan meirihluta, þá segja þessir sömu fjölmiðlar að nú fái Ítalía hægri sinnuðustu stjórnna frá því að gamli Benito Mussolini var við völd fyrir 100 árum. Hugmyndafræði hans var hinsvegar rótfest í sósíalisma og hann var pennavinur Lenin. Stjórn Mussolini var því engin hægri stjórn, en vonandi verðu stjórn Meloni það og því ólík stjórn Mussolini.

Sérkennilegt að konur skuli ekki fagna því, að kona verði forsætisráðherra í fyrsta skipti á Ítalíu. E.t.v. passar það ekki vinstri sinnaðri femínistahreyfingu að gera það. 

En hver eru helstu baráttumál Meloni og flokks hennar?

Aðaláherslan er fjölskyldan og hefðbundin fjölskyldugildi. Er það öfgafull hægri stefna?

Í annan stað leggur Meloni áherslu á að stjórna með þeim hætti, að fólk verði stolt af því að vera Ítalir. Sjálfsagt ofstopafull hægri stefna eða hvað?

Hún hafnar því að samtökin 78 hafi með kynfræðslu í skólum Ítalíu að gera. Eitthvað sem að íslensk stjórnvöld og bæjarstjórnir ættu líka að gera enda sérstakt þegar kirkjan má ekki koma með sína boðun í skólana, en transarar mega prédika fagnaðarerindi kynskiptaaðgerða. 

Meloni vill að Ítalir taki stjórnina á landamærum landsins og takmarki innflutning fólks. Er það öfgafull hægri stefna að vilja stjórna landamærum eigin ríkis. Valdhafarnir í Brussel segja það.

Sú afstaða Meloni, að hafna kynfræðslu samtakanna 78 á Ítalíu og berjast gegn óheftum innflutningi og útbreiðslu Íslam á Ítalíu hefur orðið til þess að Evrópusambandið og Gilitrutt von der Leyen hóta öllu illu ef stjórn Meloni ætlar að gera alvöru úr því að framkvæma stefnu sína í innflytjendamálum og hafna forsjá samtakanna 78 í kynfræðslumálum skólabarna.

Þá liggur það alla vega fyrir hvað eru mikilvægustu og hjartfólgnustu baráttumál Evrópusambandins og þingmenn á Íslandi mættu skoða það hvort þeir vilja lúta yfirþjóðlegu valdi eins og strákana í Brussel og sætta sig við það að geta ekki tekið sínar eigin pólitísku ákvarðanir án þess að eiga það á hættu að Evrópusambandið beiti refsiaðgerðum. 

Raunar má segja að sigur Meloni og félaga hafi um leið verið ósigur Evrópusambandsins. Nú bætist Ítalía í flokk með Pólverjum, Slóvökum og Ungverjum o.fl., sem hafna stefnu Evrópusambandsins í þessum málum og gera kröfu til þess að njóta fullveldis varðandi það hvað börnum er kennt í skólum og hverjir fái að setjast að í löndum þeirra. 

Er það virkilega svo, að það sé stór hópur þingmanna á Íslandi,sem vill afsala fullveldi íslensku þjóðarinnar til Brussel og sæta því að búa við ógnanir, hótanir og refsiaðgerðir Evrópusambandsins ef ekki er farið að því sem valdhafarnir í Brussel vilja. Það er nauðsynlegt að afhjúpa þá, sem vilja selja fullveldi þjóðarinnar fyrir baunadisk eins og Esaú gerði forðum þegar hann afsalaði sér fæðingarrétti sínum.

 


Bloggfærslur 26. september 2022

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 69
  • Sl. viku: 855
  • Frá upphafi: 2291621

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 754
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband