Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju Ísland

Til hamingju kæru landsmenn. Um 98% þeirra sem afstöðu taka í þjóðaratkvæðagreiðslunni sögðu nei. Yfirgnæfandi meiri hluti hafnaði  samningum Steingríms og Jóhönnu.

Þrátt fyrir að þjóðin hafi talað með afgerandi hætti þá láta Steingrímur og Jóhanna eins og ekkert hafi í skorist.  Það er rangt.  Bæði reyndu þau að fá fólk til að mæta ekki á kjörstað og hvorugt þeirra kaus. Í annan stað voru lögin sem þau þvinguðu í gegn um Alþingi kolfelld af þjóðinni.

Vandamálin sem hafa skapast í kring um þetta mál eru fyrst og fremst á ábyrgð Steingríms J. Sigfússonar sem tók málið strax eftir kosningar úr  farvegi og setti það í flokkspólitíska forsjá vina og vopnabræðra þeirra Svavars Gestssonar og Indriða Þorlákssonar.

Hvaða rökræn glóra er í því, að fjármálaráðherra sem hefur sett mál í þann farveg sem þjóðin hafnar með svo afgerandi hætti, sitji áfram sem ráðherra?  Í öðrum lýðræðisríkjum mundi Steingrímur J. Sigfússon biðjast lausnar fyrir hádegi á mánudaginn og axla þar með pólitíska ábyrgð á Icesave samningsklúðrinu sem hann ber ábyrgð á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Lady GaGa & SteinFREÐUR eiga auðvitað bæði að segja af sér, þau valda ekki verkefnum þeim sem þau hafa tekið að sér, hæfar fólk verður að taka við af þeim.  Í raun er þessi AUMA og stórhættulega ríkisstjórn fallinn, en þau vilja bara ekki viðurkenna þá augljósu staðreynd, þau eru eins og FÍKILINN í algjöri afneytun - þau stíga bara ekki í vitið - stórhættuleg land & þjóð.  Meðhöndlun SteinFREÐS á þessu máli er þvi miður búið að vera skelfilegt klúður frá byrjun, hann á það klúður algjörlega skuldlaust - og mér sýnist að flest allir sjá nú að það er "Samspillingin sem er ekki stjórntækur FLokkur".  Nú er mál á linni - farið frá - ekki meir!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 6.3.2010 kl. 23:21

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Áfram Ísland

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 6.3.2010 kl. 23:43

3 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Sæll Jón.

Þú veldur mér vonbrigðum. Það var ekki verið að hafna neinum samningum í þessari atkvæðagreiðslu. Skrif þín um málið eru  svo hrikalegt lýðskrum að ég hefði aldrei trúað því upp á þann JM ,sem ég einu sinni þekkti.

En síðan þá hefur þú vissulega flakkað milli flokka og því tek ég í rauninni ekki  mjög mikið mark á því sem þú skrifar og segir.  Þú átt alla mína samúð.

Eiður Svanberg Guðnason, 6.3.2010 kl. 23:46

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Hann hefur ekki þann þroska sem þarf til að segja af sér. En hugsanlegt er að félagar hans í VG láti hann taka pokann sinn - eða a.m.k. ráðherraembættið og krefist að Ögmundur taki við verkinu.

Guðmundur Jónsson, 7.3.2010 kl. 10:03

5 Smámynd: Jón Magnússon

Eigum við ekki að nefna fólk sínum réttu nöfnum Jakob

Jón Magnússon, 7.3.2010 kl. 11:25

6 Smámynd: Jón Magnússon

Það er einmitt málið Gísl

Jón Magnússon, 7.3.2010 kl. 11:26

7 Smámynd: Jón Magnússon

Eiður mér þykir leiðinlegt að valda fólki vonbrigðum. Líka Samfylkingarfólki. Það verður hver að dæma fyrir sig hvað er lýðskrum eða ekki. Það er síðan þannig Eiður að ég hef aldrei látið af eða breytt um grundvallarlífskoðun í pólitík. En miðað við þetta tekur þú þá ekki mark á forsætisráðherra af sömu ástæðum?

Jón Magnússon, 7.3.2010 kl. 11:28

8 Smámynd: Jón Magnússon

Ég veit það ekki Guðmundur. Það er margt gott um Steingrím þó honum hafi orðið á í þessu máli.

Jón Magnússon, 7.3.2010 kl. 11:30

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þjóðin hefur sýnt með mikilli þátttöku og afgerandi úrslitum að hún er  ósammála þeim Jóhönnu, Eið og Steingrími um að kosningarnar hafi verið óskýrar, tilgangslausar og jafnvel óþarfar.

Ég fletti erlendum netmiðlum núna rétt fyrir hádegi og það er greinilegt að atkvæðagreiðslan og afgerandi úrslit styrkja málstað Íslands.

Vandinn er mikill en þetta var skref í rétta átt og átti Steingrímur og Jóhanna sig ekki á því fljótlega verða þau við viðskila við þjóðina.

Sigurður Þórðarson, 7.3.2010 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 854
  • Frá upphafi: 2291620

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 753
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband